Kjaraþróun komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 08:40 BHM segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. Vísir/Vilhelm Kaupmáttur háskólamenntaðra hefur aukist talsvert minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019. Hækkaði launavísitalan allt að tvöfalt meira hjá láglaunahópum innan ASÍ og BSRB en launavísitala háskólamenntaðra með millitekjur hjá BHM og Kennarasambandi Íslands. Þetta er niðurstaða könnunar BHM, en í tilkynningu lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af stöðunni og að hætt sé við að aukning kaupmáttar hjá háskólamenntuðum verði að engu á næstu misserum haldi verðbólga áfram að aukast. Þróunin hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Samkvæmt nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitalan á opinberum markaði á tímabilinu mars 2019 til júní 2021 um 24-43% hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB, en um 15-22% hjá BHM og KÍ. Hækkanir á almennum markaði voru ívið minni eða 17-20% hjá ASÍ og BSRB samanborið við 15% hjá BHM. Munurinn er mestur hjá Reykjavíkurborg þar sem hækkanir hjá ASÍ voru 43% eða tvöfalt meiri en hækkanir hjá BHM og rúmlega tvöfaldar á við hækkanir hjá KÍ. Munurinn liggur að mestu í mismunandi áhrifum krónutöluhækkana eftir launastigi sem og styttingu vinnuvikunnar. Litlar kaupmáttarhækkanir meðal háskólamenntaðra gætu orðið að engu Ef aðeins er horft til launabreytinga, þ.e. án áhrifa styttri vinnutíma, má sjá að kaupmáttaraukning meðal háskólamenntaðra hjá BHM var á bilinu 5-10% á tímabilinu 2019-2021. Á sama tíma mældist kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ 8-27%. Fari verðbólga hækkandi á næstu misserum er hætt við að kaupmáttaraukning háskólamenntaðra eftir kjaralotuna þurrkist út,“ segir í tilkynningu BHM. Félagið segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Að auki hafa lágtekjumiðaðar skattkerfisbreytingar á síðasta kjörtímabili minnkað hvatann til menntunar enn frekar. Ljóst er að vanmat menntunar á Íslandi er orðin sérstök efnahagsleg áskorun.“ Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu BHM. Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar BHM, en í tilkynningu lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af stöðunni og að hætt sé við að aukning kaupmáttar hjá háskólamenntuðum verði að engu á næstu misserum haldi verðbólga áfram að aukast. Þróunin hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Samkvæmt nýrri skýrslu kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitalan á opinberum markaði á tímabilinu mars 2019 til júní 2021 um 24-43% hjá félagsmönnum ASÍ og BSRB, en um 15-22% hjá BHM og KÍ. Hækkanir á almennum markaði voru ívið minni eða 17-20% hjá ASÍ og BSRB samanborið við 15% hjá BHM. Munurinn er mestur hjá Reykjavíkurborg þar sem hækkanir hjá ASÍ voru 43% eða tvöfalt meiri en hækkanir hjá BHM og rúmlega tvöfaldar á við hækkanir hjá KÍ. Munurinn liggur að mestu í mismunandi áhrifum krónutöluhækkana eftir launastigi sem og styttingu vinnuvikunnar. Litlar kaupmáttarhækkanir meðal háskólamenntaðra gætu orðið að engu Ef aðeins er horft til launabreytinga, þ.e. án áhrifa styttri vinnutíma, má sjá að kaupmáttaraukning meðal háskólamenntaðra hjá BHM var á bilinu 5-10% á tímabilinu 2019-2021. Á sama tíma mældist kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ 8-27%. Fari verðbólga hækkandi á næstu misserum er hætt við að kaupmáttaraukning háskólamenntaðra eftir kjaralotuna þurrkist út,“ segir í tilkynningu BHM. Félagið segir að mismunandi áhrif krónutöluhækkana á launahækkanir eftir launastigi í kjarasamningslotunni 2019 til 2021 hafi komið verulega niður á hvata ungs fólks til að mennta sig. „Að auki hafa lágtekjumiðaðar skattkerfisbreytingar á síðasta kjörtímabili minnkað hvatann til menntunar enn frekar. Ljóst er að vanmat menntunar á Íslandi er orðin sérstök efnahagsleg áskorun.“ Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu BHM.
Kjaramál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira