Að taka sér tíma Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 20:31 Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar