Aron Elís bestur í sínu liði en dugar það til að komast í landsliðið? Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum í OB eftir mark gegn Vejle. Getty/Lars Ronbog Knattspyrnumaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið útnefndur besti leikmaður októbermánaðar hjá danska félaginu OB. Hann vonast að sjálfsögðu eftir því að góð frammistaða skili honum landsliðssæti. Aron Elís verður heiðraður í kvöld fyrir mikilvægan leik OB gegn AGF en liðin eru á svipuðu róli um miðja dönsku úrvalsdeildina nú þegar 14. umferð er að klárast. Aron Elís var á miðjunni hjá OB í þremur deildarleikjum í mánuðinum og kom svo liðinu til bjargar í bikarleik gegn Nordsjælland í síðustu viku. Hann skoraði þá jöfnunarmark á 89. mínútu sem kom OB í framlengingu þar sem liðið vann að lokum 4-1 sigur. „Vill alltaf vera valinn í landsliðið“ Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á X-inu 977 var Aron spurður út í það að hafa ekki verið valinn í síðasta landsliðshóp í október, þrátt fyrir mikil forföll: „Maður vill alltaf vera valinn í landsliðið en það var ekkert of mikið svekkelsi. Ef ég held áfram að standa mig með OB í langan tíma þá kannski fær maður kallið,“ sagði Aron. En bjóst hann við því að vera valinn síðast? „Ég segi ekki að ég hafi verið búist við því en það er alltaf von þegar maður er að standa sig vel. Maður veit ekki hvað gerist. Ef maður er ekki að vonast eftir því að vera valinn í landsliðið þá getur maður sleppt því að vera í þessu,“ sagði Aron. Hann á að baki 6 A-landsleik og lék síðast með íslenska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Mexíkó í lok maí en hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna í leikjunum í september og október. Nýr landsliðshópur verður valinn síðar í þessari viku vegna leikja við Rúmeníu og Norður-Makedóníu 11. og 14. nóvember. Danski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Aron Elís verður heiðraður í kvöld fyrir mikilvægan leik OB gegn AGF en liðin eru á svipuðu róli um miðja dönsku úrvalsdeildina nú þegar 14. umferð er að klárast. Aron Elís var á miðjunni hjá OB í þremur deildarleikjum í mánuðinum og kom svo liðinu til bjargar í bikarleik gegn Nordsjælland í síðustu viku. Hann skoraði þá jöfnunarmark á 89. mínútu sem kom OB í framlengingu þar sem liðið vann að lokum 4-1 sigur. „Vill alltaf vera valinn í landsliðið“ Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á X-inu 977 var Aron spurður út í það að hafa ekki verið valinn í síðasta landsliðshóp í október, þrátt fyrir mikil forföll: „Maður vill alltaf vera valinn í landsliðið en það var ekkert of mikið svekkelsi. Ef ég held áfram að standa mig með OB í langan tíma þá kannski fær maður kallið,“ sagði Aron. En bjóst hann við því að vera valinn síðast? „Ég segi ekki að ég hafi verið búist við því en það er alltaf von þegar maður er að standa sig vel. Maður veit ekki hvað gerist. Ef maður er ekki að vonast eftir því að vera valinn í landsliðið þá getur maður sleppt því að vera í þessu,“ sagði Aron. Hann á að baki 6 A-landsleik og lék síðast með íslenska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Mexíkó í lok maí en hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna í leikjunum í september og október. Nýr landsliðshópur verður valinn síðar í þessari viku vegna leikja við Rúmeníu og Norður-Makedóníu 11. og 14. nóvember.
Danski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira