Innlent

72 greindust innanlands í gær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

72 greindust innanlands með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 61 prósent smitaðra eru fullbólusettir. Þá voru 53 prósent í sóttkví við greiningu.

Klukkan níu í morgun voru þrettán sjúklingar á Landspítala vegna COVID-19, allir fullorðnir. Sex eru óbólusettir. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi er 56 ár.

Eitt andlát var um helgina en sá einstaklingur var lagður inn af öðrum orsökum en COVID-19.

946 sjúklingar, þar af 238 börn, í COVID göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 53 fullorðnir og 22 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hefur verið 151 innlögn vegna COVID-19 á Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×