Tom Brady kastaði leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 11:01 Tom Brady gerði sér grein fyrir því að hann væri búinn að kasta frá sér sigrinum. AP/Butch Dill Dýrlingarnir frá New Orleans enduðu fjögurra leikja sigurgöngu NFL-meistaranna Tampa Bay Buccaneers í gær. Varaleikstjórnandi Saints tók upp hanskann í meiðslum byrjunarliðsmannsins en hann var ekki eini varamaðurinn sem leiddi sitt lið til sigurs í NFL-deildinni í gær. Það má segja að þetta hafi verið dagur varaleikstjórnandanna því New Orleans Saints, Dallas Cowboys, Seattle Seahawks og New York Jets unnu öll sigra þökk sé flottri frammistöðu leikstjórnanda sem fáir bjuggust við að sjá hjá þessum liðum í vetur. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu 36-27 á móti New Orleans Saints þar sem úrslitin réðust þegar Brady kastaði boltanum frá sér og varnarmenn Saints fóru upp völlinn og skoruðu snertimark. This angle of the @Saints interception is great!Just listen to that noise!!! pic.twitter.com/7GvPHGjdql— NFL UK (@NFLUK) October 31, 2021 Brady hafði áður farið fyrir endurkomu Buccaneers sem unnu upp sextán stiga forystu Saints en þarna kastaði hann endanlega frá sér leiknum. Jameis Winston, leikstjórnandi New Orleans Saints var að mæta sínum gömlu félögum í Tampa Bay og byrjaði leikinn vel áður en hann meiddist á hné í stöðunni 7-7. Bucs létu Winston róa þegar þeir fengu Brady sem gerði liðið að meisturum á fyrsta ári. Í forföllum Winston þá steig Trevor Siemian inn og hjálpaði sínu liði að ná 23-7 forystu. Brady og félagar komust aftur yfir í 27-26 en vallarmark færði Dýrlingunum aftur forystuna. Það bjuggust flestir við að sjá klassíska Brady sókn í lokin en hann kastaði þá leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu. COOPER TO COOPER.Cowboys take the lead! #DallasCowboys : #DALvsMIN on NBC : https://t.co/vo1pze9aC5 pic.twitter.com/CB4Ortl0MD— NFL (@NFL) November 1, 2021 Dak Prescott, aðalleikstjórnandi Dallas Cowboys, hitaði upp fyrir leikinn á móti Minnesota Vikings í nótt en var síðan ekki með vegna kálfameiðsla. Cooper Rush leiddi því Dallas sóknina og liðið vann samt Víkinga 20-16. Þetta var sjötti sigur Dallas liðsins í röð en sá fyrsti án Prescott. Rush hafði fyrir leikinn aðeins reynt þrjár sendingar á NFL-ferlinum en 24 af 40 sendingum hans heppnuðust í leiknum og hann átti tvær snertimarkssendingar. Úrslitin réðust þegar Rush fór upp allan völlinn og endaði á því að gefa snertimarkssendingu á útherjann Amari Cooper. For the 2nd time today, @GenoSmith3 hits @dkm14 for a #Seahawks TD! : #JAXvsSEA on CBS : NFL app pic.twitter.com/1Tz1FqG1Hp— NFL (@NFL) October 31, 2021 Seattle Seahawks liðið náði líka að vinna þrátt fyrir að leika án leikstjórnandans síns Russell Wilson. Seattle vann 31-7 sigur á Jacksonville Jaguars þar sem leikstjórnandinn Geno Smith átti flottan leik með tvær snertimarkssendingar og 20 af 24 sendingum heppnaðar. You already know who was getting the game ball... pic.twitter.com/Bq4PQ2tvLm— New York Jets (@nyjets) October 31, 2021 Fyrr um daginn hafði Mike White, varaleikstjórnandi New York Jets, leitt sitt lið til 34-31 sigurs á sjóðheitu liði Cincinnati Bengals. White kom fyrir Zach Wilson og hjálpaði Jets að vinna sinn annan leik á tímabilinu. Every touchdown from NFL RedZone in Week 8! pic.twitter.com/3qyBHfEbGA— NFL (@NFL) November 1, 2021 Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það má segja að þetta hafi verið dagur varaleikstjórnandanna því New Orleans Saints, Dallas Cowboys, Seattle Seahawks og New York Jets unnu öll sigra þökk sé flottri frammistöðu leikstjórnanda sem fáir bjuggust við að sjá hjá þessum liðum í vetur. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu 36-27 á móti New Orleans Saints þar sem úrslitin réðust þegar Brady kastaði boltanum frá sér og varnarmenn Saints fóru upp völlinn og skoruðu snertimark. This angle of the @Saints interception is great!Just listen to that noise!!! pic.twitter.com/7GvPHGjdql— NFL UK (@NFLUK) October 31, 2021 Brady hafði áður farið fyrir endurkomu Buccaneers sem unnu upp sextán stiga forystu Saints en þarna kastaði hann endanlega frá sér leiknum. Jameis Winston, leikstjórnandi New Orleans Saints var að mæta sínum gömlu félögum í Tampa Bay og byrjaði leikinn vel áður en hann meiddist á hné í stöðunni 7-7. Bucs létu Winston róa þegar þeir fengu Brady sem gerði liðið að meisturum á fyrsta ári. Í forföllum Winston þá steig Trevor Siemian inn og hjálpaði sínu liði að ná 23-7 forystu. Brady og félagar komust aftur yfir í 27-26 en vallarmark færði Dýrlingunum aftur forystuna. Það bjuggust flestir við að sjá klassíska Brady sókn í lokin en hann kastaði þá leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu. COOPER TO COOPER.Cowboys take the lead! #DallasCowboys : #DALvsMIN on NBC : https://t.co/vo1pze9aC5 pic.twitter.com/CB4Ortl0MD— NFL (@NFL) November 1, 2021 Dak Prescott, aðalleikstjórnandi Dallas Cowboys, hitaði upp fyrir leikinn á móti Minnesota Vikings í nótt en var síðan ekki með vegna kálfameiðsla. Cooper Rush leiddi því Dallas sóknina og liðið vann samt Víkinga 20-16. Þetta var sjötti sigur Dallas liðsins í röð en sá fyrsti án Prescott. Rush hafði fyrir leikinn aðeins reynt þrjár sendingar á NFL-ferlinum en 24 af 40 sendingum hans heppnuðust í leiknum og hann átti tvær snertimarkssendingar. Úrslitin réðust þegar Rush fór upp allan völlinn og endaði á því að gefa snertimarkssendingu á útherjann Amari Cooper. For the 2nd time today, @GenoSmith3 hits @dkm14 for a #Seahawks TD! : #JAXvsSEA on CBS : NFL app pic.twitter.com/1Tz1FqG1Hp— NFL (@NFL) October 31, 2021 Seattle Seahawks liðið náði líka að vinna þrátt fyrir að leika án leikstjórnandans síns Russell Wilson. Seattle vann 31-7 sigur á Jacksonville Jaguars þar sem leikstjórnandinn Geno Smith átti flottan leik með tvær snertimarkssendingar og 20 af 24 sendingum heppnaðar. You already know who was getting the game ball... pic.twitter.com/Bq4PQ2tvLm— New York Jets (@nyjets) October 31, 2021 Fyrr um daginn hafði Mike White, varaleikstjórnandi New York Jets, leitt sitt lið til 34-31 sigurs á sjóðheitu liði Cincinnati Bengals. White kom fyrir Zach Wilson og hjálpaði Jets að vinna sinn annan leik á tímabilinu. Every touchdown from NFL RedZone in Week 8! pic.twitter.com/3qyBHfEbGA— NFL (@NFL) November 1, 2021 Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions
Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira