Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2021 13:32 Unnið við nýja íbúðargötu á Hellu, sem heitir Kjarralda Aðsend Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira