Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2021 13:32 Unnið við nýja íbúðargötu á Hellu, sem heitir Kjarralda Aðsend Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira