Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 22:48 Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórsara, var svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna. Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði. Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði.
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum