Erlent

Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Metfjöldi einstaklinga greinist nú á hverjum degi í Rússlandi og fjöldi deyr af völdum Covid-19.
Metfjöldi einstaklinga greinist nú á hverjum degi í Rússlandi og fjöldi deyr af völdum Covid-19. epa/Maxim Shipenkov

Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat.

Þá hefur opinberum starfsmönnum verið gert að halda sig heima í níu daga frá og með laugardeginum.

Tilgangur alls þessa er að hægja á faraldrinum en fjöldi fólks greinist og deyr af völdum Covid-19 á hverjum degi. Á síðustu 24 klukkustundum létust 1.159 úr sjúkdómnum. Metfjöldi greindist með veiruna, yfir 40 þúsund manns.

Á heildana hafa fleiri en 230 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Rússlandi. Þetta eru opinberar tölur sem stjórnvöld hafa gefið út en samkvæmt Rosstat, hagstofu landsins, er raunverulegur fjöldi látinna nær því að vera í kringum 400 þúsund.

Aðeins 32,8 prósent rússnesku þjóðarinnar hafa verið fullbólusett.

Margir Rússar hafa ákveðið að ferðast erlendis á meðan sóttvarnaaðgerðir standa yfir en þeir sem sitja heima hafa hamstrað mat og aðrar nauðsynjavörur.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×