Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. október 2021 07:00 Unga tónlistarkonan Árný Margrét hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Hún landaði nýverið samningum erlendis og vinnur að sinni fyrstu plötu. Benni Valsson Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. Árný Margrét hafði verið í tónlistarskóla sem barn en áhuginn kviknaði þó ekki af alvöru fyrr en hún varð unglingur. Hún fékk fyrsta gítarinn í fermingargjöf og byrjaði þá að æfa sig heima. „Þá byrjaði ég að hlusta meira á tónlist og prófaði að semja sjálf. Þá byrjaði ég svona að taka þessu alvarlega,“ segir unga tónlistarkonan um upphafið. Þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarskóla hafði hún ekki lært á gítar. Hún hafði setið einn valáfanga í gítarkennslu í skólanum en er að öðru leyti alveg sjálflærð. Á þessum tímapunkti hlustaði hún mikið tónlistarmennina Ásgeir og Bon Iver sem hún segir hafa veitt sér innblástur þegar hún byrjaði að semja sína eigin tónlist. Í dag hefur hún samið fjölmörg lög sem hún byggir á eigin reynslu. „Þetta er bara svolítið eins og að skrifa dagbók. Ég fer alveg djúpt en reyni líka að blanda inn veðrinu og umhverfinu til þess að búa til einhverja mynd og setja þetta í samhengi.“ „Þegar maður er svona feiminn þá er þetta rosalega erfitt“ Árný Margrét segist hafa byrjað seint að koma fram enda hafi hún verið afar feimin. „Ég þorði þessu alls ekki. Það voru einhverjir svona tónleikar í bænum mínum, Ísafirði, og ég spilaði eitt lag þar og það var alveg hræðilegt. Ég var svo stressuð. Það gekk alveg vel en þegar maður er svona feimin þá er þetta rosalega erfitt.“ Þetta var árið 2018 og var þetta hennar fyrsta framkoma. Ferillinn fór þó ekki á flug alveg strax en Árný Margrét hélt áfram að semja tónlist og æfa sig inni í herberginu sínu. „En svo komst ég í samband við Högna Egilsson í lok árs 2019. Stjúpsystir hans bjó á Ísafirði og ég komst í samband við hana og hún hafði samband við hann. Ég fór að vera í bandi við hann alltaf þegar ég kom suður og þá fór boltinn að rúlla.“ Árný Margrét fór að taka upp tónlist með Högna og tóku þau meðal annars upp lagið Ties sem Árný Margrét samdi. Árný Margrét flutti lag sitt Ties í myndinni Þriðji póllinn og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson spilaði undir með henni.Benni Valsson „Svo segir hann við mig seinna að hann sé að vinna í mynd og hann vilji fá þetta lag í myndina. Það virkaði bara rosalega vel og lagið kom í myndinni Þriðji póllinn.“ Högni kom Árnýju Margréti í samband við Kidda Hjálm sem gerðist umboðsmaður hennar. Í kjölfarið landaði hún samningum við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með samningi sínum við breska fyrirtækið One Little Independent Records, fetar Árný Margrét í fótspor tónlistarkonunnar Bjarkar og tónlistarmannsins Ásgeirs. „Þetta er allt svo nýskeð. En þetta er rosalega skrítið, að vera allt í einu komin með einhverjar bókunarskrifstofur og samninga. Þetta er alveg ruglað dæmi og maður er alltaf að fríka út reglulega.“ Fyrir ári síðan var Árný Margrét stödd erlendis í lýðháskóla en kom heim yfir jól og áramót. Það var hins vegar alltaf planið að fara aftur út eftir áramót og halda áfram í skólanum. „En Covid fokkaði því upp og allt fór í rugl. Ég vissi ekkert hvað ég ætti þá að fara gera og þurfti aðeins að endurskoða hvað ég ætlaði að gera við líf mitt. En svo gerðist þetta allt bara svo hratt.“ Það má því segja að heimsfaraldurinn hafi verið lán í óláni fyrir Árnýju Margréti. Í dag vinnur hún að sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á næsta ári. Þá eru tvö gigg á döfinni hjá Árnýju og þar á meðal eitt í Edinborg. „Þetta er alveg rosalega skrítið. Ég held ég sé ekki alveg búin að gera mér gein fyrir þessu.“ Þá mun Árný Margrét einnig koma fram í beinu streymi á Iceland Airwaves þann 6. nóvember. Hér fyrir neðan má sjá frumflutning á myndbandi sem Árný vann ásamt Landsbankanum í tengslum við Iceland Airwaves. Tónlist Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Árný Margrét hafði verið í tónlistarskóla sem barn en áhuginn kviknaði þó ekki af alvöru fyrr en hún varð unglingur. Hún fékk fyrsta gítarinn í fermingargjöf og byrjaði þá að æfa sig heima. „Þá byrjaði ég að hlusta meira á tónlist og prófaði að semja sjálf. Þá byrjaði ég svona að taka þessu alvarlega,“ segir unga tónlistarkonan um upphafið. Þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarskóla hafði hún ekki lært á gítar. Hún hafði setið einn valáfanga í gítarkennslu í skólanum en er að öðru leyti alveg sjálflærð. Á þessum tímapunkti hlustaði hún mikið tónlistarmennina Ásgeir og Bon Iver sem hún segir hafa veitt sér innblástur þegar hún byrjaði að semja sína eigin tónlist. Í dag hefur hún samið fjölmörg lög sem hún byggir á eigin reynslu. „Þetta er bara svolítið eins og að skrifa dagbók. Ég fer alveg djúpt en reyni líka að blanda inn veðrinu og umhverfinu til þess að búa til einhverja mynd og setja þetta í samhengi.“ „Þegar maður er svona feiminn þá er þetta rosalega erfitt“ Árný Margrét segist hafa byrjað seint að koma fram enda hafi hún verið afar feimin. „Ég þorði þessu alls ekki. Það voru einhverjir svona tónleikar í bænum mínum, Ísafirði, og ég spilaði eitt lag þar og það var alveg hræðilegt. Ég var svo stressuð. Það gekk alveg vel en þegar maður er svona feimin þá er þetta rosalega erfitt.“ Þetta var árið 2018 og var þetta hennar fyrsta framkoma. Ferillinn fór þó ekki á flug alveg strax en Árný Margrét hélt áfram að semja tónlist og æfa sig inni í herberginu sínu. „En svo komst ég í samband við Högna Egilsson í lok árs 2019. Stjúpsystir hans bjó á Ísafirði og ég komst í samband við hana og hún hafði samband við hann. Ég fór að vera í bandi við hann alltaf þegar ég kom suður og þá fór boltinn að rúlla.“ Árný Margrét fór að taka upp tónlist með Högna og tóku þau meðal annars upp lagið Ties sem Árný Margrét samdi. Árný Margrét flutti lag sitt Ties í myndinni Þriðji póllinn og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson spilaði undir með henni.Benni Valsson „Svo segir hann við mig seinna að hann sé að vinna í mynd og hann vilji fá þetta lag í myndina. Það virkaði bara rosalega vel og lagið kom í myndinni Þriðji póllinn.“ Högni kom Árnýju Margréti í samband við Kidda Hjálm sem gerðist umboðsmaður hennar. Í kjölfarið landaði hún samningum við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með samningi sínum við breska fyrirtækið One Little Independent Records, fetar Árný Margrét í fótspor tónlistarkonunnar Bjarkar og tónlistarmannsins Ásgeirs. „Þetta er allt svo nýskeð. En þetta er rosalega skrítið, að vera allt í einu komin með einhverjar bókunarskrifstofur og samninga. Þetta er alveg ruglað dæmi og maður er alltaf að fríka út reglulega.“ Fyrir ári síðan var Árný Margrét stödd erlendis í lýðháskóla en kom heim yfir jól og áramót. Það var hins vegar alltaf planið að fara aftur út eftir áramót og halda áfram í skólanum. „En Covid fokkaði því upp og allt fór í rugl. Ég vissi ekkert hvað ég ætti þá að fara gera og þurfti aðeins að endurskoða hvað ég ætlaði að gera við líf mitt. En svo gerðist þetta allt bara svo hratt.“ Það má því segja að heimsfaraldurinn hafi verið lán í óláni fyrir Árnýju Margréti. Í dag vinnur hún að sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á næsta ári. Þá eru tvö gigg á döfinni hjá Árnýju og þar á meðal eitt í Edinborg. „Þetta er alveg rosalega skrítið. Ég held ég sé ekki alveg búin að gera mér gein fyrir þessu.“ Þá mun Árný Margrét einnig koma fram í beinu streymi á Iceland Airwaves þann 6. nóvember. Hér fyrir neðan má sjá frumflutning á myndbandi sem Árný vann ásamt Landsbankanum í tengslum við Iceland Airwaves.
Tónlist Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00