„Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 14:01 Hamza Kablouti er búinn að skora 8 mörk í 5 leikjum með Aftureldingu í Olís deildinni í vetur. Seinni bylgjan Túnisbúinn Hamza Kablouti var til umræðu í síðustu Seinni bylgju en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta. Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira