Gaupi hitti markvörðinn sem elskar Eurovision og fór í framboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 10:00 Lárus Helgi Ólafsson hefur staðið sig vel í marki Fram. Vísir/Vilhelm Guðjón Guðmundsson var í Eurovision fíling í síðustu Seinni bylgju og hitti þar einn virtasta Eurovision sérfræðing íslensku þjóðarinnar sem er líka alveg þrælgóður í marki í handbolta. Hér má finna nýjasta „.Eina“ með Gaupa. „Nú er komið að eina leikmanninum í Olís deild karla sem elskar Eurovision. Enginn annar en þessi hér Júró-Lalli,“ hóf Guðjón Guðmundsson innslagið sitt að þessu sinni. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður í Fram, fékk handboltann beint í æð frá karli föður sínum, Ólafi Birni Lárussyni, leikmanni KR og Gróttu, þjálfara og handboltarýni til margra ára. Ólafur var á sínum tíma magnaður leikmaður. „Ég held að hann spili rosalega stóra rullu íþróttalega séð hjá öllum okkur bræðrunum. Við fengum að elta hann á nánast hverja einustu æfingu nánast upp okkar bernskuár. Við fengum að kynnast boltanum frá A til Ö og allir þeirri, spennu, gleði og skemmtun sem er í kringum þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson. Var ekkert sérstakur í marki til að byrja með Gaupi segir við Lárus að hann hafi valið markið þrátt fyrir að hafa ekki getað neitt í marki. Lárus Helgi Ólafsson í leik á móti Stjörnunini í bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Ég var ekkert sérstakur til að byrja með en ég hef alið með mér að gefast aldrei upp og hef lagt af mér töluvert í gegnum tíðina. Ég hef æft mikið aukalega og svona og þetta hefur komið hægt og rólega. Ég er að vona að ég sé farin að uppskera eftir þetta erfiði sem ég hef lagt á mig,“ sagði Lárus. Gaupi forvitnast um hliðaráhugamálið og að hann sé stundum kallaður Júró Lalli. Hvað er það? „Það er góð spurning. Þetta byrjaði í kringum 2004 og 2005 þegar Lordi koma með „Hard Rock Hallelujah“ og það kveikti áhuga hjá mér á keppninni. Númer eitt, tvö og þrjú, þá finnst mér lögin bara geggjuð. Það eru kannski ekki margir sem trúa því en mér finnst þetta frábær tónlist oft á tíðum. Síðan er þetta bara svo mikil sýning. Það er svo mikil andi yfir þessu í eina viku á ári. Þetta næstuppáhaldsvikan mín á árinu á eftir jólavikunni,“ sagði Lárus. Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Júró Lalla Enginn vafi hvað sé besta Eurovision lagið Hann er að taka þetta alla leið og hellir sér ofan í keppnina. „Ég geri það algjörlega. Fyrir keppni þá er ég búinn að kynna mér öll lögin og leggja mitt mat á hitt og þetta. Myndböndin, textana og hitt og þetta. Ég verð að viðurkenna það að ég hlusta á Eurovision allt árið um kring. Það er á í bílnum á leiðinni á æfingar, í vinnu eða þegar ég er að skúra heima,“ sagði Lárus. En hvað er besta Eurovision lagið? „Það er án nokkurs vafa Molitva með Mariju Serifovic sem var sigurvegari árið 2007 fyrir Serbíu. Ég held að það sé engin spurning,“ sagði Lárus. Lárus raular ekki bara Eurovision lögin fyrir sjálfan sig. „Stundum bregð ég á leik hér upp í hátíðarsal þegar maður hefur komist í smá söngvatn þá tekur maður slagara fyrir fólkið. Ég tek alltaf það sama þannig að það er kannski farið að vera þreytt og ég þarf kannski að fara að skipta um lög,“ sagði Lárus. Lárus Helgi Ólafsson er litríkur á velli og ekki alltaf sáttur með sjálfan sig.Vísir/Hulda Margrét Kominn í pólitíkina líka Hann er líka kominn í pólitík og er Framsóknarmaður. „Ásmundur Davíð náði að plata mig í gang þar. Ég menntaði mig í stjórnmálafræði til að byrja með í háskólanum og ég hugsaði alltaf að einhvern tímann myndi ég vilja prófa þetta. Kallið barst í vor og þá ákvað ég að hoppa á vagninn og af hverju ekki? Prófa þetta og upplifa þetta. Þetta var mikil og góður skóli. Hann var skemmtilegur því ég kynntist helling af fólki og ég held að maður hafi vaxið sem persóna eftir að hafa prófað þetta,“ sagði Lárus. Hvar sér hann sig í handboltanum í vetur. „Bara reyna að halda mig við mitt heygarðshorn og gera það sem ég er góður í. Við Framarar ætlum að reyna að selja okkur dýrt í allan vetur. Við misstum nokkra leikmenn og fengum nokkra nýja. Við erum aðeins að pússa þetta saman aftur. Hvert stig skiptir máli fyrir okkur,“ sagði Lárus. Bróðir hans Þorgrímur Smári Ólafsson, er alltaf meiddur eða svo sagði Gaupi við Lárus. „Hann er svona aðeins að skríða saman. Ég er alltaf að reyna að peppa hann í að halda áfram. Honum finnst voða þægilegt að vera heima á kvöldin núna. Ég ætla gera mitt besta til að fá hann til að halda áfram tvö til þrjú ár í viðbót. Taka eitt ár í nýja húsinu og svona,“ sagði Lárus en karl föður þeirra hefur kveikt í þeim báðum. Kallaður Óli dugga „Heldur betur. Svipað uppstökk hjá báðum, hefur þú séð það,“ spurði Lárus Gaupa. „Já ég hef séð það. Svo var karlinn kallaður Óli dugga. Hann var alltaf svona. Manstu eftir því,“ spurði Gaupi á móti og lék tilburði föðurins. „Ég hef aldrei tekið eftir því af því að ég þekki hann út frá þessu alla tíð. Smá vegg og velta en það er bara gaman af því,“ sagði Lárus. Það má sjá allt viðtalið við Lárus Helga hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
„Nú er komið að eina leikmanninum í Olís deild karla sem elskar Eurovision. Enginn annar en þessi hér Júró-Lalli,“ hóf Guðjón Guðmundsson innslagið sitt að þessu sinni. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður í Fram, fékk handboltann beint í æð frá karli föður sínum, Ólafi Birni Lárussyni, leikmanni KR og Gróttu, þjálfara og handboltarýni til margra ára. Ólafur var á sínum tíma magnaður leikmaður. „Ég held að hann spili rosalega stóra rullu íþróttalega séð hjá öllum okkur bræðrunum. Við fengum að elta hann á nánast hverja einustu æfingu nánast upp okkar bernskuár. Við fengum að kynnast boltanum frá A til Ö og allir þeirri, spennu, gleði og skemmtun sem er í kringum þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson. Var ekkert sérstakur í marki til að byrja með Gaupi segir við Lárus að hann hafi valið markið þrátt fyrir að hafa ekki getað neitt í marki. Lárus Helgi Ólafsson í leik á móti Stjörnunini í bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Ég var ekkert sérstakur til að byrja með en ég hef alið með mér að gefast aldrei upp og hef lagt af mér töluvert í gegnum tíðina. Ég hef æft mikið aukalega og svona og þetta hefur komið hægt og rólega. Ég er að vona að ég sé farin að uppskera eftir þetta erfiði sem ég hef lagt á mig,“ sagði Lárus. Gaupi forvitnast um hliðaráhugamálið og að hann sé stundum kallaður Júró Lalli. Hvað er það? „Það er góð spurning. Þetta byrjaði í kringum 2004 og 2005 þegar Lordi koma með „Hard Rock Hallelujah“ og það kveikti áhuga hjá mér á keppninni. Númer eitt, tvö og þrjú, þá finnst mér lögin bara geggjuð. Það eru kannski ekki margir sem trúa því en mér finnst þetta frábær tónlist oft á tíðum. Síðan er þetta bara svo mikil sýning. Það er svo mikil andi yfir þessu í eina viku á ári. Þetta næstuppáhaldsvikan mín á árinu á eftir jólavikunni,“ sagði Lárus. Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Júró Lalla Enginn vafi hvað sé besta Eurovision lagið Hann er að taka þetta alla leið og hellir sér ofan í keppnina. „Ég geri það algjörlega. Fyrir keppni þá er ég búinn að kynna mér öll lögin og leggja mitt mat á hitt og þetta. Myndböndin, textana og hitt og þetta. Ég verð að viðurkenna það að ég hlusta á Eurovision allt árið um kring. Það er á í bílnum á leiðinni á æfingar, í vinnu eða þegar ég er að skúra heima,“ sagði Lárus. En hvað er besta Eurovision lagið? „Það er án nokkurs vafa Molitva með Mariju Serifovic sem var sigurvegari árið 2007 fyrir Serbíu. Ég held að það sé engin spurning,“ sagði Lárus. Lárus raular ekki bara Eurovision lögin fyrir sjálfan sig. „Stundum bregð ég á leik hér upp í hátíðarsal þegar maður hefur komist í smá söngvatn þá tekur maður slagara fyrir fólkið. Ég tek alltaf það sama þannig að það er kannski farið að vera þreytt og ég þarf kannski að fara að skipta um lög,“ sagði Lárus. Lárus Helgi Ólafsson er litríkur á velli og ekki alltaf sáttur með sjálfan sig.Vísir/Hulda Margrét Kominn í pólitíkina líka Hann er líka kominn í pólitík og er Framsóknarmaður. „Ásmundur Davíð náði að plata mig í gang þar. Ég menntaði mig í stjórnmálafræði til að byrja með í háskólanum og ég hugsaði alltaf að einhvern tímann myndi ég vilja prófa þetta. Kallið barst í vor og þá ákvað ég að hoppa á vagninn og af hverju ekki? Prófa þetta og upplifa þetta. Þetta var mikil og góður skóli. Hann var skemmtilegur því ég kynntist helling af fólki og ég held að maður hafi vaxið sem persóna eftir að hafa prófað þetta,“ sagði Lárus. Hvar sér hann sig í handboltanum í vetur. „Bara reyna að halda mig við mitt heygarðshorn og gera það sem ég er góður í. Við Framarar ætlum að reyna að selja okkur dýrt í allan vetur. Við misstum nokkra leikmenn og fengum nokkra nýja. Við erum aðeins að pússa þetta saman aftur. Hvert stig skiptir máli fyrir okkur,“ sagði Lárus. Bróðir hans Þorgrímur Smári Ólafsson, er alltaf meiddur eða svo sagði Gaupi við Lárus. „Hann er svona aðeins að skríða saman. Ég er alltaf að reyna að peppa hann í að halda áfram. Honum finnst voða þægilegt að vera heima á kvöldin núna. Ég ætla gera mitt besta til að fá hann til að halda áfram tvö til þrjú ár í viðbót. Taka eitt ár í nýja húsinu og svona,“ sagði Lárus en karl föður þeirra hefur kveikt í þeim báðum. Kallaður Óli dugga „Heldur betur. Svipað uppstökk hjá báðum, hefur þú séð það,“ spurði Lárus Gaupa. „Já ég hef séð það. Svo var karlinn kallaður Óli dugga. Hann var alltaf svona. Manstu eftir því,“ spurði Gaupi á móti og lék tilburði föðurins. „Ég hef aldrei tekið eftir því af því að ég þekki hann út frá þessu alla tíð. Smá vegg og velta en það er bara gaman af því,“ sagði Lárus. Það má sjá allt viðtalið við Lárus Helga hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira