Daggæsla á vinnustað Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2021 08:30 Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri. Atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endurheimta starfsfólk að loknu fæðingarorlofi. Foreldrar eru gjarnan lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á daggæslu í kjölfar barneigna. Ríkisstjórnin hefur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bilið. Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagforeldrastéttar – og fjölgun leikskólarýma – en það mætti jafnframt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að samtali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjölskyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auðveldara með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna – og atvinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka daggæslukosti. Fjölskylduvandinn í Reykjavík hefur verið viðvarandi. Lengi hefur staðið á borgaryfirvöldum að finna raunverulegar lausnir. Fjölgum valkostum – eflum dagforeldrastéttina, fjölgum leikskólarýmum og leitum samstarfs við stærri vinnustaði um daggæslu fyrir börn starfsmanna. Tryggjum einfaldara líf fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri. Atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endurheimta starfsfólk að loknu fæðingarorlofi. Foreldrar eru gjarnan lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á daggæslu í kjölfar barneigna. Ríkisstjórnin hefur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bilið. Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagforeldrastéttar – og fjölgun leikskólarýma – en það mætti jafnframt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að samtali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjölskyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auðveldara með að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna – og atvinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyrir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka daggæslukosti. Fjölskylduvandinn í Reykjavík hefur verið viðvarandi. Lengi hefur staðið á borgaryfirvöldum að finna raunverulegar lausnir. Fjölgum valkostum – eflum dagforeldrastéttina, fjölgum leikskólarýmum og leitum samstarfs við stærri vinnustaði um daggæslu fyrir börn starfsmanna. Tryggjum einfaldara líf fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun