Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. október 2021 07:00 Biggi lögga var agndofa yfir breytingum Soffíu Daggar í fyrsta þættinum af Skreytum hús. Skreytum hús „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. Birgir Örn Guðjónsson, best þekktur sem Biggi lögga, flutti í íbúð á Völlunum í Hafnarfirði fyrir tveimur árum síðan. „Ég skildi þá og keypti mér eign og ég vildi ekki taka neitt með úr hinni eigninni af því að ég vildi bara að krakkarnir væru þar með mömmu sinni og allt væri bara eins og það væri.“ Hann fyllti því nýju íbúðina sína af hinum og þessum húsgögnum til bráðabirgða og sagði börnunum að þau myndu byggja þetta heimili þeirra upp hægt og rólega. Þessi bráðabirgðalausn hans var nefnilega eiginlega að verða að endanlegri lausn svo hann fékk Soffíu til að taka allt í gegn og breyta íbúðinni í draumaheimilið. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Biggi lögga í blokkinni Rýmið kuldalegt „Ég hef ekki sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Biggi hreinskilin við Soffíu áður en hún byrjaði á breytingunum. „Hann var tilbúinn til að leyfa mér að hlaupa svolítið með þetta, það er svolítið mín draumastaða, ég fæ að ráða.“ Stofan fyrir.Skreytum hús „Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Byggi um rýmið fyrir breytingar. „Mig langar að þetta verði svolítið hlýlegt, heimilislegt.“ Eldhúsið fyrir.Skreytum hús Biggi tók niður eldhússkáp og losaði sig við flest húsgögnin úr eldhúsinu og stofunni. Flísar á eldhúsveggjum voru málaðar og hillum bætt við. Ný húsgögn, kósý sófi og mottur gjörbreyttu íbúðinni. Viðarveggþiljur, gardínur og fallegt skraut Soffíu setti svo punktinn yfir i-ið. Úr íbúð í heimili „Er þetta örugglega rétt íbúð?“ spurði Biggi þegar hann fékk að koma heim aftur eftir breytingarnar. „Þetta er eins og allt önnur íbúð, ertu ekki að grínast?“ Stofan eftir breytingu. Það kemur mikill hlýleiki frá viðnum á veggnum og sófafótunum.Skreytum hús Biggi segir að það hafi komið á óvart hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta var íbúð, en nú er þetta heimili.“ Hann var alveg í skýjunum með allt saman og er spenntur að bjóða fólki í mat og halda spilakvöld. „Ég er ennþá að átta mig á því að þetta sé heimilið mitt,“ sagði hann um lokaútkomuna, brosandi eyrna á milli. „Ég er agndofa.“ Eldhúsið eftir. Það breytti miklu að mála flísarnar hvítar og fjarlægja staka veggskápinn.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía valdi stækkanlegt borð í stofuna svo hægt er að koma allt að tólf stólum við borðið.Skreytum hús Soffía Dögg gerði tvö „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01 Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, best þekktur sem Biggi lögga, flutti í íbúð á Völlunum í Hafnarfirði fyrir tveimur árum síðan. „Ég skildi þá og keypti mér eign og ég vildi ekki taka neitt með úr hinni eigninni af því að ég vildi bara að krakkarnir væru þar með mömmu sinni og allt væri bara eins og það væri.“ Hann fyllti því nýju íbúðina sína af hinum og þessum húsgögnum til bráðabirgða og sagði börnunum að þau myndu byggja þetta heimili þeirra upp hægt og rólega. Þessi bráðabirgðalausn hans var nefnilega eiginlega að verða að endanlegri lausn svo hann fékk Soffíu til að taka allt í gegn og breyta íbúðinni í draumaheimilið. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Biggi lögga í blokkinni Rýmið kuldalegt „Ég hef ekki sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Biggi hreinskilin við Soffíu áður en hún byrjaði á breytingunum. „Hann var tilbúinn til að leyfa mér að hlaupa svolítið með þetta, það er svolítið mín draumastaða, ég fæ að ráða.“ Stofan fyrir.Skreytum hús „Þetta er svolítið kuldalegt,“ segir Byggi um rýmið fyrir breytingar. „Mig langar að þetta verði svolítið hlýlegt, heimilislegt.“ Eldhúsið fyrir.Skreytum hús Biggi tók niður eldhússkáp og losaði sig við flest húsgögnin úr eldhúsinu og stofunni. Flísar á eldhúsveggjum voru málaðar og hillum bætt við. Ný húsgögn, kósý sófi og mottur gjörbreyttu íbúðinni. Viðarveggþiljur, gardínur og fallegt skraut Soffíu setti svo punktinn yfir i-ið. Úr íbúð í heimili „Er þetta örugglega rétt íbúð?“ spurði Biggi þegar hann fékk að koma heim aftur eftir breytingarnar. „Þetta er eins og allt önnur íbúð, ertu ekki að grínast?“ Stofan eftir breytingu. Það kemur mikill hlýleiki frá viðnum á veggnum og sófafótunum.Skreytum hús Biggi segir að það hafi komið á óvart hversu hratt þetta gekk fyrir sig. „Þetta var íbúð, en nú er þetta heimili.“ Hann var alveg í skýjunum með allt saman og er spenntur að bjóða fólki í mat og halda spilakvöld. „Ég er ennþá að átta mig á því að þetta sé heimilið mitt,“ sagði hann um lokaútkomuna, brosandi eyrna á milli. „Ég er agndofa.“ Eldhúsið eftir. Það breytti miklu að mála flísarnar hvítar og fjarlægja staka veggskápinn.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía valdi stækkanlegt borð í stofuna svo hægt er að koma allt að tólf stólum við borðið.Skreytum hús Soffía Dögg gerði tvö „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Skreytum hús Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01 Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Soffía Dögg fer af stað með nýja þáttaröð af Skreytum hús Í næstu viku fer af stað hér á Vísi þriðja þáttaröðin af Skreytum hús. Soffía Dögg Garðarsdóttir er spennt að fara aftur af stað. Hundruð einstaklinga sóttu um að taka þátt og voru valin nokkur rými sem Soffía Dögg tekur í gegn í þáttunum. 21. október 2021 15:01
Vilt þú taka þátt í þriðju þáttaröð af Skreytum hús? Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir þriðju þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun. 13. september 2021 13:31
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00