Gætu séð til lands í næstu eða þarnæstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 13:11 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum gætu farið að sjá til lands í næstu eða þarnæstu viku. Búið er að setja niður texta um einstaka málaflokka en heildarmyndin liggur ekki fyrir. Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins funduðu í gær um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. „Þetta gengur alveg eðlilega finnst mér og skref fyrir skref erum við að komast í gegnum þau atriði sem þarf að ræða,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Eru þið farin að leggja drög að stjórnarsáttmála? „Útlínur að einstaka málaflokkum eru að teiknast upp, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hvenær sérðu fyrir þér að þið getið farið að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar? „Ég veit það ekki alveg, það er best að segja sem minnst um það.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir leiðtogana fara yfir ólíka málaflokka en næsti fundur verður á morgun. „Við höfum verið að setja texta um einstaka málaflokka en samt ekki þannig að það sé komin heildarmynd á það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það gengur ágætlega hjá okkur og reikna með að við getum farið að sjá til lands í næstu eða þar næstu viku,“ sagði Katrín. Hún sagði flokkana þrjá verða að koma sér saman um hversu metnaðarfullir þeir vilja vera þegar kemur að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „En í því þarf líka að felast mjög einbeitt skuldbinding um að ná mjög metnaðarfullum markmiðum um samdrátt í losun. Þetta er risastórt verkefni þar sem Ísland hefur alla burði að vera í forystuhlutverki á alþjóðavettvangi og standa við skuldbindingar sínar og gott betur. Við leggjum mikla áherslu á þessi mál í stjórnarsáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent