Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 10:19 Hrönn Stefánsdóttir hefur stýrt gangi mála á Neyðarmóttöku undanfarin fimm ár. Hún flytur sig nú yfir á geðsvið Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“ Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira