Stökk á svið með nokkurra daga fyrirvara í stað leikara sem lenti í sóttkví Þorgils Jónsson skrifar 23. október 2021 23:24 Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir leikhúsfólk fagna afléttingu Covid-takmarkana, en leikarinn Árni Þór Lárusson þurfti þó að stökkva inn í sýninguna Veislu í kvöld með nokkurra daga fyrirvara þar sem kollegi hans forfallaðist vegna sóttkvíar. Leikhúsfólk fagnar þessa dagana þar sem gestir þurfa ekki lengur að bera grímu og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum, en á fimmtudaginn var sýnt fyrir fullum sal, án grímu, í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Klippa: Stökk á svið vegna sóttkvíar Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins sagði í viðtali við fréttastofu í kvöld að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Það var kynngimögnuð stund þegar salurinn reis á fætur og fagnaði Níu lífum. Þetta var brjálæðislega flott. Allt opið og engin hólfaskipting. Þetta er heilmikið frelsi og leikhúsfólk fagnar.“ Covid-vandræði hafa þó ekki alveg sagt skilið við leikhúsið, en leikarinn Árni Þór Lárusson, stökk á svið í leikritinu Veislu í kvöld með einungis nokkurra daga fyrirvara eftir að kollegi hans lenti í sóttkví. Hann var þó hvergi banginn við áskorunina. „Þetta er bara frábært! Það er fullur salur í kvöld og ég get ekki beðið.“ Árni Þór fékk kallið í upphafi viku, og þurfti því að bregðast skjótt við. „En ég er í svo góðum höndum hjá mótleikurum mínum að þetta getur ekki klikkað.“ En þetta hlýtur að hafa verið pínu stressandi. „Já það er alltaf stress að fara á svið, en ekkert eitthvað of mikið. Þetta verður bara fjör!“ Brynhildur bætti þó við að lokum: „Ég get vottað að það eru bara rokkstjörnur sem geta svona lagað. Hann leikur, syngur, dansar og spilar á píanó í sýningunni.“ Leikhús Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Klippa: Stökk á svið vegna sóttkvíar Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins sagði í viðtali við fréttastofu í kvöld að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Það var kynngimögnuð stund þegar salurinn reis á fætur og fagnaði Níu lífum. Þetta var brjálæðislega flott. Allt opið og engin hólfaskipting. Þetta er heilmikið frelsi og leikhúsfólk fagnar.“ Covid-vandræði hafa þó ekki alveg sagt skilið við leikhúsið, en leikarinn Árni Þór Lárusson, stökk á svið í leikritinu Veislu í kvöld með einungis nokkurra daga fyrirvara eftir að kollegi hans lenti í sóttkví. Hann var þó hvergi banginn við áskorunina. „Þetta er bara frábært! Það er fullur salur í kvöld og ég get ekki beðið.“ Árni Þór fékk kallið í upphafi viku, og þurfti því að bregðast skjótt við. „En ég er í svo góðum höndum hjá mótleikurum mínum að þetta getur ekki klikkað.“ En þetta hlýtur að hafa verið pínu stressandi. „Já það er alltaf stress að fara á svið, en ekkert eitthvað of mikið. Þetta verður bara fjör!“ Brynhildur bætti þó við að lokum: „Ég get vottað að það eru bara rokkstjörnur sem geta svona lagað. Hann leikur, syngur, dansar og spilar á píanó í sýningunni.“
Leikhús Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira