Innlent

Dæmdur í skil­orðs­bundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í lög­reglu­mann

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregluvesti
Lögregluvesti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Maður var dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir brot gegn valdastjórninni Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í lögreglumann og þar að auki sparkað í fætur fangavarðar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Ákærði sparkaði í lögreglumanninn fyrir utan skemmtistaðinn Ölhúsið í Hafnarfirði. Lögreglumaðurinn hlaut yfirborðsáverka á vinstra hné við sparkið. Í ryskingunum hrinti ákærði einnig öðrum lögreglumanni með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn missti jafnvægið.

Þegar á lögreglustöðina var komið sparkaði maðurinn enn fremur tvisvar í fætur fangavarðar sem þar var við skyldustörf. Héraðsdómari taldi að líta bæri til þess að maðurinn hafi ekki hlotið refsingu áður, sem þýðingu gæti haft við ákvörðun refsingarinnar. Hæfileg refsing var því talin vera sextíu daga skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×