Tveggja ára dóttir nýs þingmanns á lista Creditinfo: „Hvað hef ég gert?“ Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 17:28 Kristrún Frostadóttir fékk ferska innsýn í líf stjórnmálafólks á dögunum. Þingmannahlutverkinu fylgja ýmsar breytingar á persónulegum högum þeirra sem taka það að sér, en Kristrún Frostadóttir, nýbakaður þingmaður Samfylkingarinnar, rak þó upp stór augu á dögunum. Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Það varð Kristrúnu að tísti: 2 ára dóttir mín er komin á lista hjá Creditinfo yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Elsku stelpan fékk bréf í pósti. Hvað hef ég gert😅— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) October 21, 2021 Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur. „Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“ Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í. „Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“ Samfélagsmiðlar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Þá barst tveggja ára dóttur hennar bréf frá Creditinfo þess efnis að hún væri komin á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Það varð Kristrúnu að tísti: 2 ára dóttir mín er komin á lista hjá Creditinfo yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Elsku stelpan fékk bréf í pósti. Hvað hef ég gert😅— Kristrún Frostadóttir (@KristrunFrosta) October 21, 2021 Í samtali við Vísi sagði Kristrún að hún hafi sett þetta fram í léttum dúr, en auðvitað væri fullkomlega eðlilegt að reglur sem slíkar væru til um stjórnmálafólk og aðstandendur. „Það eru kannski einhver sjónarhorn um að það þurfi að taka til barna ef maður er að taka þátt í bankaviðskiptum, en það hefur ekki reynt á það í okkar tilviki. Ég hef ekki stundað nein bankaviðskipti fyrir hönd dóttur minnar og satt að segja var þetta eitt af fyrstu bréfunum sem berst inn um lúguna sem er stílað á hana.“ Þetta sé kómískt að vissu leyti, en það áhugaverðasta frá sjónarmiði Kristrúnar var að þetta gæfi góða innsýn í stjórnmálaheiminn sem hún hefur nú stigið inn í. „Maður sér hvaða áhrif ákvarðanirnar sem maður tekur í lífinu geta haft, að tveggja ára barn sé komið á svona lista. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif á hana.“
Samfélagsmiðlar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira