Einlægnin er aldrei einföld Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2021 13:47 Ný bók eftir Dag Hjartarson kemur út í dag. Ljósagangur. Lýrísk vísindaskáldsaga. Hún verður gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. vísir/vilhelm Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. Þetta getur varla verið góður bisness? „Nei, hárrétt athugað. Þetta er mjög vondur bisness. En gaman eftir því,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Ágætur útgangspunktur, eða þannig. „Tunglið stefnir að hóflegu tapi.“ En eins og Hannes segir, það er ekkert sem heitir ókeypis hádegisverður? „Nei, en ef við greiðum með tunglpeningum þá fer verðgildið á flot.“ Einskonar bitcoin? „Ég held það já.“ Leggur allt undir í þessari bók Tekið er að falla að. Hið árlega Jólabókaflóð er að hefjast en víst er að þeir útgefendur sem eru að gera sig klára stefna ekki að hóflegu tapi. Flestir. En í kvöld klukkan 22 hefst viðburður sem minnir einna helst á kukl eða heiðna athöfn. Á vegum Tunglsins forlags. Þetta verður haldið í gamla bænum við Gróttuvita. Á Tunglkvöldi koma út bækurnar Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökulsdóttur og svo áðurnefnd skáldsaga. Báðar verða þær gefnar út í 69 númeruðum eintökum. Viðburðurinn kallast Tunglkvöld XIII og er hluti dagskrár á Sequences listahátíð þar sem Elísabet er heiðursgesturinn. „Á Tunglkvöldum er lesið upp úr bókunum, tónlist flutt, gjörningar framdir. Bækurnar tvær eru til sölu á meðan dagskráin lifir en það sem óselt er á miðnætti er sett á eldinn og brennt, í samræmi við hefðir, enda lifa Tunglbækur ekki nema kvöldstund,“ segir í fundarboði. Vísir reynir að þýfga Dag nánar um Ljósagang. En þar skýtur niður aldanna upp kollinum í Reykjavík og verði örlagavaldur í ástarsambandi ungs pars í Hlíðunum. Hvað geturðu sagt mér um þessa skáldsögu meira en sem því nemur? „Þetta er ástarsaga. Um ástarsamband en líka óður til viðlíkingarinnar. Og hún fjallar kannski um þunglyndi. Plottuð ljóðabók næstum. Ég legg allt undir í þessari bók.“ Sölutölur eru bara tölur Og dýrt kveðið þegar til þess er litið að upplagið er aðeins 69 eintök? „69 er alveg ótrúlega há tala þegar maður fer að skoða fingur sína, sem eru í besta falli tíu. 69 góðir lesendur er draumur.“ Dagur vakti mikla athygli 2016 þegar hann setti inn á Twitter furðulegar staðhæfingar um bakgrunn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þá voru í sviðsljósinu. Hann forðast það tíðnisvið nú sem heitan eldinn.vísir/vilhelm Já, viðtökufræðin eru vanmetin? „Mjög. Sölutölur eru bara tölur. Enginn veit hvað þær þýða.“ Ég velti fyrir mér, hver er munurinn á lýrík og epík, er þetta lína sem þú átt erfitt með að stíga yfir eða staðsetja þig öðru hvoru megin striks? Lýrísk vísindaskáldsaga? „Já, vel athugað, þetta er vandinn með skáldsöguna. Hún getur verið svo falleg. En svo er hægt að láta svo mikið gerast. Ég vil nýta mér hvort tveggja. En lýrikin, hún hefur eflaust vinninginn. Já lýrisk vísindaskáldsaga bingó!“ Dagur er margverðlaunaður höfundur og hefur haslað sér völl sem ljóðskáld og rithöfundur. En hann vakti ekki síst athygli þegar hann framdi gjörning á Twitter sem sprakk út á heimsvísu. Um það má lesa hér: Forðast tíðnisvið samfélagsmiðlanna Sko, mig hefur lengi langað til að spyrja þig að þessu, kannski þreytt spurning en þar sem þú hefur reynsluna eftir hinn athyglisverða gjörning um uppruna landsliðsmanna í fótbolta sællar minningar; að hversu miklu marki hafa samfélagsmiðlar áhrif á skáldskap þinn? „Gott að þú spurðir: held ég engin áhrif hér. Samfélagsmiðlar eru rás sem er hægt að virkja, þar eru raddir sem er hægt að fá að láni, en akkúrat núna myndi ég frekar ganga berfættur í grjótfjöru heldur en að fara inn á þetta tíðnisvið. Svo á það kannski eftir að breytast.“ Athyglisvert. Ég man í árdaga, við upphaf Messenger og samtala á Facebook, þá fannst mér þau oft minna mig á leikrit eftir Pinter. Það er einhver tímalapsus í þeim, eitthvert skilnigs- og sambandsleysi sem mér þótti áhugavert. En þú beinlínis forðast þá tíðni í þessu verki? „Já, auðvitað er það áhugavert ef maður getur gert eins og Pinter, sem tekur stökk, beyglar og brenglar til að sýna satt.“ Ég skil þig þá þannig að þú sért að leita eftir einlægni í Ljósagangi? „Já. Örugglega. En einlægnin er aldrei einföld. Eða ég vil ekki að hún sé það. Fallegt og fyndið, tek stefnuna í þá átt. Ég fer í vestur.“ Hávær niður aldanna Ljósagangur er sem fyrr segir gefin út í takmörkuðu upplagi. Blaðamaður betlaði út brot af bókinni til birtingar á Vísi, en netið gleymir engu. Svona er byrjun bókarinnar: 1. kafli: Niður aldanna Niður aldanna var sérstaklega hávær kvöldið sem við kynntumst. Þú ert með svo falleg augu, kallaði ég í eyrað á þér. Ha? öskraðir þú til baka, eins og við værum inni á skemmtistað, eftir miðnætti. En við vorum bara í Hlíðunum, á leiðinni heim úr bænum. Niðurinn á dansgólfinu var að baki. Það var niður aldanna sem feykti orðum mínum út í hafsauga. Við vorum orðin of vön til að kippa okkur upp við hávaðann. Ég var bara að segja, kallaði ég aðeins hærra, hvað þú ert með falleg augu. Þú horfðir brosandi á mig. Augu, sagði ég og benti á augun á mér til útskýringar. Þau eru falleg. Þú kveiktir á perunni og brostir enn meira. Takk, öskraðir þú án þess að ég heyrði orðið, ég nam það í andlitinu á þér, las það af vörunum. Hefði niður aldanna verið örlítið lágværari þetta kvöldið þá hefði ég líklegast tekið varirnar fyrir næst. Ég hefði kallað: Þú ert með svo fallegar varir. Niður aldanna fær mann til að öskra svo margt sem maður hefði annars í mesta lagi hvíslað. Ég held að það breyti einhverju í manni. Að öskra: Þú ert með svo falleg augu; Þú ert með svo fallegar varir; Sjáðu stjörnurnar hreyfast – að öskra svona lagað breytir einhverju. Eins og öskrið þrykki orðin inn í mann. Geri þau upphleypt á sálinni – ef ég leyfi mér að gerast skáldlegur – allt varð svo miklu skáldlegra eftir að niðurinn kom til sögunnar. Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þetta getur varla verið góður bisness? „Nei, hárrétt athugað. Þetta er mjög vondur bisness. En gaman eftir því,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Ágætur útgangspunktur, eða þannig. „Tunglið stefnir að hóflegu tapi.“ En eins og Hannes segir, það er ekkert sem heitir ókeypis hádegisverður? „Nei, en ef við greiðum með tunglpeningum þá fer verðgildið á flot.“ Einskonar bitcoin? „Ég held það já.“ Leggur allt undir í þessari bók Tekið er að falla að. Hið árlega Jólabókaflóð er að hefjast en víst er að þeir útgefendur sem eru að gera sig klára stefna ekki að hóflegu tapi. Flestir. En í kvöld klukkan 22 hefst viðburður sem minnir einna helst á kukl eða heiðna athöfn. Á vegum Tunglsins forlags. Þetta verður haldið í gamla bænum við Gróttuvita. Á Tunglkvöldi koma út bækurnar Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökulsdóttur og svo áðurnefnd skáldsaga. Báðar verða þær gefnar út í 69 númeruðum eintökum. Viðburðurinn kallast Tunglkvöld XIII og er hluti dagskrár á Sequences listahátíð þar sem Elísabet er heiðursgesturinn. „Á Tunglkvöldum er lesið upp úr bókunum, tónlist flutt, gjörningar framdir. Bækurnar tvær eru til sölu á meðan dagskráin lifir en það sem óselt er á miðnætti er sett á eldinn og brennt, í samræmi við hefðir, enda lifa Tunglbækur ekki nema kvöldstund,“ segir í fundarboði. Vísir reynir að þýfga Dag nánar um Ljósagang. En þar skýtur niður aldanna upp kollinum í Reykjavík og verði örlagavaldur í ástarsambandi ungs pars í Hlíðunum. Hvað geturðu sagt mér um þessa skáldsögu meira en sem því nemur? „Þetta er ástarsaga. Um ástarsamband en líka óður til viðlíkingarinnar. Og hún fjallar kannski um þunglyndi. Plottuð ljóðabók næstum. Ég legg allt undir í þessari bók.“ Sölutölur eru bara tölur Og dýrt kveðið þegar til þess er litið að upplagið er aðeins 69 eintök? „69 er alveg ótrúlega há tala þegar maður fer að skoða fingur sína, sem eru í besta falli tíu. 69 góðir lesendur er draumur.“ Dagur vakti mikla athygli 2016 þegar hann setti inn á Twitter furðulegar staðhæfingar um bakgrunn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þá voru í sviðsljósinu. Hann forðast það tíðnisvið nú sem heitan eldinn.vísir/vilhelm Já, viðtökufræðin eru vanmetin? „Mjög. Sölutölur eru bara tölur. Enginn veit hvað þær þýða.“ Ég velti fyrir mér, hver er munurinn á lýrík og epík, er þetta lína sem þú átt erfitt með að stíga yfir eða staðsetja þig öðru hvoru megin striks? Lýrísk vísindaskáldsaga? „Já, vel athugað, þetta er vandinn með skáldsöguna. Hún getur verið svo falleg. En svo er hægt að láta svo mikið gerast. Ég vil nýta mér hvort tveggja. En lýrikin, hún hefur eflaust vinninginn. Já lýrisk vísindaskáldsaga bingó!“ Dagur er margverðlaunaður höfundur og hefur haslað sér völl sem ljóðskáld og rithöfundur. En hann vakti ekki síst athygli þegar hann framdi gjörning á Twitter sem sprakk út á heimsvísu. Um það má lesa hér: Forðast tíðnisvið samfélagsmiðlanna Sko, mig hefur lengi langað til að spyrja þig að þessu, kannski þreytt spurning en þar sem þú hefur reynsluna eftir hinn athyglisverða gjörning um uppruna landsliðsmanna í fótbolta sællar minningar; að hversu miklu marki hafa samfélagsmiðlar áhrif á skáldskap þinn? „Gott að þú spurðir: held ég engin áhrif hér. Samfélagsmiðlar eru rás sem er hægt að virkja, þar eru raddir sem er hægt að fá að láni, en akkúrat núna myndi ég frekar ganga berfættur í grjótfjöru heldur en að fara inn á þetta tíðnisvið. Svo á það kannski eftir að breytast.“ Athyglisvert. Ég man í árdaga, við upphaf Messenger og samtala á Facebook, þá fannst mér þau oft minna mig á leikrit eftir Pinter. Það er einhver tímalapsus í þeim, eitthvert skilnigs- og sambandsleysi sem mér þótti áhugavert. En þú beinlínis forðast þá tíðni í þessu verki? „Já, auðvitað er það áhugavert ef maður getur gert eins og Pinter, sem tekur stökk, beyglar og brenglar til að sýna satt.“ Ég skil þig þá þannig að þú sért að leita eftir einlægni í Ljósagangi? „Já. Örugglega. En einlægnin er aldrei einföld. Eða ég vil ekki að hún sé það. Fallegt og fyndið, tek stefnuna í þá átt. Ég fer í vestur.“ Hávær niður aldanna Ljósagangur er sem fyrr segir gefin út í takmörkuðu upplagi. Blaðamaður betlaði út brot af bókinni til birtingar á Vísi, en netið gleymir engu. Svona er byrjun bókarinnar: 1. kafli: Niður aldanna Niður aldanna var sérstaklega hávær kvöldið sem við kynntumst. Þú ert með svo falleg augu, kallaði ég í eyrað á þér. Ha? öskraðir þú til baka, eins og við værum inni á skemmtistað, eftir miðnætti. En við vorum bara í Hlíðunum, á leiðinni heim úr bænum. Niðurinn á dansgólfinu var að baki. Það var niður aldanna sem feykti orðum mínum út í hafsauga. Við vorum orðin of vön til að kippa okkur upp við hávaðann. Ég var bara að segja, kallaði ég aðeins hærra, hvað þú ert með falleg augu. Þú horfðir brosandi á mig. Augu, sagði ég og benti á augun á mér til útskýringar. Þau eru falleg. Þú kveiktir á perunni og brostir enn meira. Takk, öskraðir þú án þess að ég heyrði orðið, ég nam það í andlitinu á þér, las það af vörunum. Hefði niður aldanna verið örlítið lágværari þetta kvöldið þá hefði ég líklegast tekið varirnar fyrir næst. Ég hefði kallað: Þú ert með svo fallegar varir. Niður aldanna fær mann til að öskra svo margt sem maður hefði annars í mesta lagi hvíslað. Ég held að það breyti einhverju í manni. Að öskra: Þú ert með svo falleg augu; Þú ert með svo fallegar varir; Sjáðu stjörnurnar hreyfast – að öskra svona lagað breytir einhverju. Eins og öskrið þrykki orðin inn í mann. Geri þau upphleypt á sálinni – ef ég leyfi mér að gerast skáldlegur – allt varð svo miklu skáldlegra eftir að niðurinn kom til sögunnar.
1. kafli: Niður aldanna Niður aldanna var sérstaklega hávær kvöldið sem við kynntumst. Þú ert með svo falleg augu, kallaði ég í eyrað á þér. Ha? öskraðir þú til baka, eins og við værum inni á skemmtistað, eftir miðnætti. En við vorum bara í Hlíðunum, á leiðinni heim úr bænum. Niðurinn á dansgólfinu var að baki. Það var niður aldanna sem feykti orðum mínum út í hafsauga. Við vorum orðin of vön til að kippa okkur upp við hávaðann. Ég var bara að segja, kallaði ég aðeins hærra, hvað þú ert með falleg augu. Þú horfðir brosandi á mig. Augu, sagði ég og benti á augun á mér til útskýringar. Þau eru falleg. Þú kveiktir á perunni og brostir enn meira. Takk, öskraðir þú án þess að ég heyrði orðið, ég nam það í andlitinu á þér, las það af vörunum. Hefði niður aldanna verið örlítið lágværari þetta kvöldið þá hefði ég líklegast tekið varirnar fyrir næst. Ég hefði kallað: Þú ert með svo fallegar varir. Niður aldanna fær mann til að öskra svo margt sem maður hefði annars í mesta lagi hvíslað. Ég held að það breyti einhverju í manni. Að öskra: Þú ert með svo falleg augu; Þú ert með svo fallegar varir; Sjáðu stjörnurnar hreyfast – að öskra svona lagað breytir einhverju. Eins og öskrið þrykki orðin inn í mann. Geri þau upphleypt á sálinni – ef ég leyfi mér að gerast skáldlegur – allt varð svo miklu skáldlegra eftir að niðurinn kom til sögunnar.
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira