Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 13:16 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári þegar frávísunarkrafa Eiríks var tekin fyrir. Fremri maðurinn á myndinni er lögmaður Eiríks, Jón Örn Árnason. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51