Erlent

Fyrir­huguð fram­leiðslu­aukning jarð­efna­elds­neytis ó­sam­rýman­leg lofts­lags­mark­miðum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Í skýrslunni kemur fram að litlar breytingar hafi orðið á málinu frá því að fyrsta slíka skýrslan var birt 2019.
Í skýrslunni kemur fram að litlar breytingar hafi orðið á málinu frá því að fyrsta slíka skýrslan var birt 2019. Getty

Áætlanir ríkisstjórna heimsins gera ráð fyrir aukningu á framleiðslu jarðefnaeldsneytis næsta áratuginn. Þessi staðreynd er algerlega ósamræmanleg því samkomulagi flestra ríkja að reynt verði að sporna við hlýnun jarðarkringlunnnar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá umhverfisnefnd Sameinuðu þjóðanna sem birtist í dag.

Raunar gera áætlanir heims ráð fyrir að framleiðsla á slíku eldsneyti – olíu, kolum eða gasi – verði tvöföld á við það sem þarf til að ná loftslagsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt Parísarsamkomulaginu svokallaða.

Áætlanir þjóða heims gera nú ráð fyrir að framleiða 240 prósentum meira af kolum, 57 prósentum meira af olíu og 71 prósenti meira af gasi fram til ársins 2030 að því er segir í skýrslunni. Slíkt samræmist á engan hátt markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður.

Í skýrslunni kemur fram að litlar breytingar hafi orðið á málinu frá því að fyrsta slíka skýrslan var birt 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×