Rúnar blæs á tal um miðlungsframherja: Bæta sig við að fara í betra lið Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 16:01 Sigurður Bjartur Hallsson, Aron Snær Friðriksson og Stefan Alexander Ljubicic eru orðnir leikmenn KR. VÍSIR/VILHELM „Við erum að stækka hópinn og á sama tíma erum við að yngja upp og horfa til framtíðar,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Félagið hefur fengið þrjá nýja leikmenn eftir síðasta tímabil. Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar. KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar.
KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira