Rúnar blæs á tal um miðlungsframherja: Bæta sig við að fara í betra lið Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 16:01 Sigurður Bjartur Hallsson, Aron Snær Friðriksson og Stefan Alexander Ljubicic eru orðnir leikmenn KR. VÍSIR/VILHELM „Við erum að stækka hópinn og á sama tíma erum við að yngja upp og horfa til framtíðar,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Félagið hefur fengið þrjá nýja leikmenn eftir síðasta tímabil. Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar. KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar.
KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira