Fótbolti

Enn ekkert nýtt í máli Gylfa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekkert nýtt er að frétta af máli Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Hann hefur verið laus gegn tryggingu frá handtöku en að fyrirkomulag rann út á laugardaginn. 
Ekkert nýtt er að frétta af máli Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Hann hefur verið laus gegn tryggingu frá handtöku en að fyrirkomulag rann út á laugardaginn.  Vísir/Vilhelm

Talskona lögreglunnar í Manchester á Bretlandi segir enn engar fregnir hafa borist um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Gylfi er laus gegn tryggingu en það fyrirkomulag rann út á laugardag og taka átti ákvörðun í máli hans sama dag. 

Gylfi Þór var handtekinn þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um kynferðisofbeldi gegn barni. Gylfi var tekinn til skýrslutöku við handtökuna og húsleit gerð heima hjá honum en var síðan sleppt lausum gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag verið í gildi síðan. 

Fréttastofa hefur verið í sambandi við lögregluna í Manchester undanfarna daga en talið var líklegt að ákvörðun yrði tekin í máli hans á föstudag, áður en núgildandi fyrirkomulag rann út. Ekkert var þó að frétta af málinu þann daginn og hafa engar fregnir borist af málinu enn. 

Talskona lögreglunnar segir í samtali við fréttastofu að enn sé beðið eftir ákvörðun í málinu. Lögreglan þarf að ákveða hvort Gylfi verði áfram laus gegn tryggingu, hvort hann verði ákærður eða málið fellt niður. 


Tengdar fréttir

Enn ekki búið að taka á­kvörðun í máli Gylfa

Lögreglan í Manchester hefur enn ekki tekið ákvörðun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvort hann verði áfram laus gegn tryggingu eða hvort mál hans verði látið niður falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×