Ráðherra á glæsilegri hrútasýningu á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 20:05 Stína kokkur sýndi góð tilþrif í þuklinu á hrútasýninigunni í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsileg tilþrif sáust í hrútaþukli í gær í reiðhöllinni á Flúðum þar sem hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna fór fram. Ráðherra í ríkisstjórninni fékk meira að segja kennslu í þukli. Rollubingóið vakti líka mikla athygli. Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira