Ráðherra á glæsilegri hrútasýningu á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 20:05 Stína kokkur sýndi góð tilþrif í þuklinu á hrútasýninigunni í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsileg tilþrif sáust í hrútaþukli í gær í reiðhöllinni á Flúðum þar sem hrútasýning Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna fór fram. Ráðherra í ríkisstjórninni fékk meira að segja kennslu í þukli. Rollubingóið vakti líka mikla athygli. Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Það var góð aðsókn að hrútasýningunni í reiðhöllinni enda mikið um góða fjárbændur og fallegt fé í Hrunamannahreppi. Dómarar dæmdu féð með því að þukla háls og herðar, bak og læri, ásamt því að meta ullina og samræmi gripsins. „Já, við erum hérna með rollubingó, sem snýst aðallega um að rollan er sett inn í ákveðna girðingu og ef hún skítur í reitinn sem þú átt þá færðu veglegan vinning. Það er mjög öflug sauðfjárrækt hér í sveitinn, mikil hefð og áhuginn alltaf að aukast og félagið okkar er sterkt og gott og það er góður andi í kringum sauðféð hérna í sveitinni,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps var mjög ánægður með hvað hrútasýningin tókst vel og var vel sótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra mætti á hrútasýninguna og fékk að þukla hrút. Jökull Helgason á Ósabakka byrjaði á því að leiðbeina ráðherranum enda langt síðan að ráðherrann þuklaði síðast hrút. „Þetta er bara hluti af lífinu í sveitinni og er skemmtilegt. Það er orðinn heilmikil stemming aftur fyrir íslensku sauðkindinni, sem betur fer út um allt og sýning, sem þessi er hluti af félagslífinu og góðu samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var ánægður með hrútasýninguna á Flúðum og hvað áhuginn á íslensku sauðkindinni fer vaxandi. Hann þuklaði myndarlegan hrút á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðrir gestir sýningarinnar létu líka til sín taka í þuklinu eins og Stína kokkur á Flúðum eins og hún er alltaf kölluð en hún leitaði af djúsí vöðvum til að matreiða úr. „Já, ég var að leita af gæðum í lærum, hryggvöðvum og síðan tók ég náttúrlega aðeins undir þá hvernig að þeir væru að virka , þetta leit allt vel út,“ segir Stína hlægjandi. Og prestsfrúin í Hruna, Elín Una Jónsdóttir, stóð sig líka vel í þuklinu. „Þetta snýst um læri og bak og heildarbyggingu og bara að vera flottir. Ég hef reyndar ekkert vit á þessu, ég bara þukla, ég er góð í því,“ segir hún alsæl með hrútasýninguna. Elín Una Jónsdóttir, prestsfrú segist vera góð í að þukla hrúta enda stóð hún sig vel í því hlutverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira