Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 13:03 Þingið fer fram í Borgarnesi um helgina og hefur heppnast mjög vel. Aðsend Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum. Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún. Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún.
Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira