Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 13:03 Þingið fer fram í Borgarnesi um helgina og hefur heppnast mjög vel. Aðsend Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum. Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún. Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún.
Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira