Innlent

Allt sem þú þarft að vita um flug til Banda­ríkjanna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gera má ráð fyrir því að Keflavíkurflugvöllur fyllist brátt af Íslendingum sem hafa beðið eftir því að fá að ferðast til Bandaríkjanna.
Gera má ráð fyrir því að Keflavíkurflugvöllur fyllist brátt af Íslendingum sem hafa beðið eftir því að fá að ferðast til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm

Ferðalangar á leið til Bandaríkjanna þurfa að sýna fram á bólusetningarvottorð við komu til landsins. Þá þarf einnig að fylla út sérstakt eyðublað og sýna fram á nýlegt neikvætt Covid-próf.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að opnað verði fyrir ferðalög einstaklinga til landsins en landamæri Bandaríkjanna hafa lengi verið lokuð ferðamönnum vegna kórónuveirufaraldursins. Til stendur að opna landamærin á ný þann 8. nóvember næstkomandi.

Eins og fyrr segir þarf að sýna fram á neikvætt Covid-próf en prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt við komu. Bandarísk stjórnvöld munu bæði taka við PCR prófum ásamt ákveðnum tegundum hraðprófa.

Allir farþegar, tveggja ára og eldri, þurfa einnig að skrá sig inn í landið með því að fylla út sérstakt eyðublað á netinu. Þar gangast ferðalangar undir þær reglur og skuldbindingar sem gilda um faraldurinn í Bandaríkjunum. Án eyðublaðsins fær fólk ekki að fara um borð í flugvélar sem eru á leið til landsins.

Óbólusettir þurfa því enn að bíða eftir því að mega ferðast til Bandaríkjanna en óljóst er hvenær og hvort af því verður.


Tengdar fréttir

Opna landamærin fyrir bólusetta 8. nóvember

Bandarísku landamærin verða opnuð fyrir öllum bólusettum þann 8. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu en landamærin hafa lengið verið lokuð ferðamönnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×