Viðskipti innlent

Út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðsins og DV tapaði tæp­lega 600 milljónum

Eiður Þór Árnason skrifar
Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á tekjuöflun fjölmiðla. 
Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á tekjuöflun fjölmiðla.  Vísir/Sigurjón

Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé.

Torg rekur meðal annars Fréttablaðið, Fréttablaðið.is, DV.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut. Í fréttinni hafnar Helgi því að fjölmiðlafyrirtækið sé til sölu en fram kom í frétt Stundarinnar að miðillinn hefði heimildir fyrir því að forsvarsmenn Torgs hafi leitað kaupenda að Fréttablaðinu.

Helgi segir rangt að félagið sé til sölu, að hluta eða öllu leyti. „Hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir og óformleg tilboð í fyrirtækið eða hluta þess frá nokkrum aðilum að undanförnu. Þeim hugmyndum hefur öllum verið svarað neitandi og vísað frá með þeim orðum að ekkert sé til sölu hjá okkur.“

Í áðurnefndri frétt Stundarinnar var fullyrt að fjárfestar hafi nýverið gert tilboð í DV. Helgi hafnaði því í samtali við miðilinn að slík tilboð hafi borist.

Í Fréttablaðinu í dag segir Helgi að rekstur Torgs horfi nú til betri vegar eftir að heimsfaraldurinn sé hættur að hafa áhrif á tekjuöflun fyrirtækisins. Torg tapaði 212 milljónum króna árið 2019.


Tengdar fréttir

Elín Hirst snýr aftur í frétta­mennsku

Fjölmiðlakonan Elín Hirst hefur snúið aftur í fréttamennsku eftir nokkurra ára fjarveru, en hún hóf fyrir skömmu störf hjá Torgi ehf. sem rekur Frétta­blaðið, DV og Hring­braut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×