Finnur Freyr: Við trúum því að þetta lið sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann Árni Jóhannsson skrifar 14. október 2021 22:33 Finnur var ánægður með sína menn í kvöld Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15