Enski boltinn

Níu­tíu af 92 hand­tökum á heima­leikjum enska lands­liðsins voru á EM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru oft mikil læti í London í kringum leiki enska landsliðsins. Hér er einn stuðningsmaður enska landsliðsins að láta í sér heyra.
Það voru oft mikil læti í London í kringum leiki enska landsliðsins. Hér er einn stuðningsmaður enska landsliðsins að láta í sér heyra. Getty/Martin Pope

Nýjar tölur frá breska innanríkisráðuneytinu sýna að níutíu handtökur voru gerðar í kringum heimaleiki enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar.

Enska landsliðið spilaði sex af sjö leikjum sínum á Evrópumótinu á Wembley eða alla nema leikinn í átta liða úrslitunum sem fór fram í Róm á Ítalíu. Enska liðið tapaði á endanum í vítakeppni á móti Ítalíu í úrslitaleik mótsins.

Á úrslitaleik Englands og Ítalíu voru 39 handtökur, 28 voru handteknir í kringum leik Englands og Skotlands í riðlakeppninni og átján handtökur voru á undanúrslitaleik Englendinga og Dana.

Hinar sex handtökurnar tengdar leikjum á EM á Wembley voru allar á undanúrslitaleik Spánverja og Ítala.

Það kemur í ljós í næstu viku hvort enska landsliðið þurfi að spila einhverja heimaleiki á næstunni fyrir luktum dyrum vegna þess sem gerðist í kringum úrslitaleikinn í sumar.

Stuðningsmenn slógust þá við öryggisverði og lögreglu eftir að hafa reynt að brjóta sér leið inn á leikvanginn.

93 prósent fótboltaleikja á 2020-21 tímabilinu fóru fram án áhorfenda vegna kórónuveirunnar og það þýddi að handtökum í kringum þessa fótboltaleiki fækkaði úr 1089 niður í 116 á milli tímabila.

Flestar handtökur voru hjá Birmingham City eða 54 en í ensku úrvalsdeildinni voru flestar handtökur á leikjum Liverpool eða 44.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×