Öruggt hjá Bayern í Íslendingaslag 14. október 2021 18:42 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern. vísir/Getty Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, tók á móti sænska liðinu Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern sem vann góðan 2-0 sigur. Lea Schueller kom heimakonum í 1-0 strax á áttundu mínútu, og þremur mínútum síðar var hún búin að tvöfalda forystu Bayern. Staðan var því 2-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en Linda Dallmann kom heimakonum í 3-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks, áður en Jovana Damnjanovic gulltryggði 4-0 sigur með marki í uppbótartíma. Karólína Lea kom inn á sem varamaður fyrir Bayern þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, og Diljá Ýr fyrir Häcken fimm mínútum síðar. Bayern München er nú með fjögur stig í efsta sæti D-riðils eftir tvo leiki, en Häcken er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á útsendinguna hér að neðan: Einnig var leikið í C-riðli, en þar tók danska liðið HB Køge á móti Barcelona. Fridolina Rolfoe skoraði fyrra mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik áður en Jennifer Hermoso tryggði Barcelona 2-0 sigur af vítapunktinum í uppbótartíma. Barcelona trónir á toppi C-riðils með sex stig eftir tvo leiki, en rétt eins og Häcken er HB Køge enn í leit að sínum fyrstu stigum. Meistaradeild Evrópu
Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, tók á móti sænska liðinu Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern sem vann góðan 2-0 sigur. Lea Schueller kom heimakonum í 1-0 strax á áttundu mínútu, og þremur mínútum síðar var hún búin að tvöfalda forystu Bayern. Staðan var því 2-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en Linda Dallmann kom heimakonum í 3-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks, áður en Jovana Damnjanovic gulltryggði 4-0 sigur með marki í uppbótartíma. Karólína Lea kom inn á sem varamaður fyrir Bayern þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, og Diljá Ýr fyrir Häcken fimm mínútum síðar. Bayern München er nú með fjögur stig í efsta sæti D-riðils eftir tvo leiki, en Häcken er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á útsendinguna hér að neðan: Einnig var leikið í C-riðli, en þar tók danska liðið HB Køge á móti Barcelona. Fridolina Rolfoe skoraði fyrra mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik áður en Jennifer Hermoso tryggði Barcelona 2-0 sigur af vítapunktinum í uppbótartíma. Barcelona trónir á toppi C-riðils með sex stig eftir tvo leiki, en rétt eins og Häcken er HB Køge enn í leit að sínum fyrstu stigum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti