Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Eiður Þór Árnason skrifar 14. október 2021 11:16 Fram kemur í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að færri telji að nægt framboð sé af íbúðahúsnæði. Vísir/vilhelm Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði minnkar áfram milli mánaða og fasteignaviðskipti dragast almennt saman samhliða minnkun framboðs. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) en mánaðarskýrslan tekur mið af útgefnum kaupsamningum í ágúst. Vísbendingar eru um minnkandi framboð af hentugu leiguhúsnæði. Vextir á íbúðalánum hafa hækkað frá því í vor í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans en minnkandi umsvif á íbúðamarkaði má þó líklegast skýra af miklu leyti með litlu framboði af íbúðum til sölu. Telur hagdeildin sömuleiðis líklegt að mjög miklar verðhækkanir séu farnar að hafa áhrif. Einkum hefur dregið úr fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru innan við helmingur af því sem var í mars, þegar metið var slegið með 1.107 útgefnum kaupsamningum. Greining hagdeildarinnar tekur mið af útgefnum kaupsamningum í ágústmánuði. Færri íbúðir seljast yfir ásettu verði Þrátt fyrir að einnig hafi verulega dregið úr fjölda kaupsamninga annars staðar á landinu, þá er um að ræða næstumsvifamesta ágústmánuð í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, að sögn HMS. Ekki sé ólíklegt að metið verði slegið í ágústmánuði annars staðar á landsbyggðinni þegar allir kaupsamningar liggja fyrir. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar seldust 34,4% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal í ágúst en í júní var hlutfallið 37,5%. Fyrir sérbýlin hefur hlutfallið lækkað úr 46,7% í 39,7% yfir sama tímabil. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur einnig farið lækkandi í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en hefur haldið áfram að hækka annars staðar á landsbyggðinni. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að hækka annars staðar á landsbyggðinni.Vísir/Vilhelm Færri leigusamningar Þinglýstum leigusamningum heldur áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Fram kemur í mánaðarskýrslu HMS að heldur hafi dregið úr fækkuninni miðað við mánuðina á undan. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra um 4,5% en í mánuðinum þar á undan var fækkun um rúm 11%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam fækkun samninga um 8% á ársgrundvelli í ágúst en fækkaði um 13,5% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Annars staðar á landsbyggðinni fækkaði þeim heldur meira eða um 22,5% en hafði áður fækkað um 28% á milli ára í júlí. Þessi fækkun leigusamninga helst í hendur við vísbendingar um minnkandi framboð af hentugu leiguhúsnæði í nýjustu leigumarkaðskönnun HMS. Færri telja að nægt framboð sé af íbúðahúsnæði Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu. Útlit er fyrir að spenna sé að minnka á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Útlit fyrir að húsnæðióöryggi sé að aukast Vísbendingar eru um að húsnæðisóöryggi sé að þokast ögn upp á við. Hlutfall þeirra sem eru mjög eða frekar ósammála fullyrðingunni um að þeir telji sig búa við húsnæðisöryggi hækkar úr 16,1% árið 2020 í 18,9% í ár. Meginástæður þess að leigjendur telja sig búa við húsnæðisóöryggi eru einkum þær að þeir hafa tímabundinn leigusamning, telja að leiguverð sé of hátt og að lítið framboð sé af íbúðarhúsnæði. Viljinn til að leigja húsnæði fremur en búa í eigin húsnæði eykst á milli ára en yfirgnæfandi meirihluti leigjenda segist samt sem áður kjósa að búa í eigin húsnæði. Í fyrra náði hlutfall þeirra sem kjósa að búa í leiguhúsnæði lágmarki, eða 8,8%, en það hækkar upp í 12,1% í ár. Það hefur ekki mælst svo hátt síðan 2018 þegar það mældist 14,3% en hæst mældist það árið 2015 eða 22,7%. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. 14. október 2021 09:51 Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. 6. október 2021 19:21 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði minnkar áfram milli mánaða og fasteignaviðskipti dragast almennt saman samhliða minnkun framboðs. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) en mánaðarskýrslan tekur mið af útgefnum kaupsamningum í ágúst. Vísbendingar eru um minnkandi framboð af hentugu leiguhúsnæði. Vextir á íbúðalánum hafa hækkað frá því í vor í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans en minnkandi umsvif á íbúðamarkaði má þó líklegast skýra af miklu leyti með litlu framboði af íbúðum til sölu. Telur hagdeildin sömuleiðis líklegt að mjög miklar verðhækkanir séu farnar að hafa áhrif. Einkum hefur dregið úr fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru innan við helmingur af því sem var í mars, þegar metið var slegið með 1.107 útgefnum kaupsamningum. Greining hagdeildarinnar tekur mið af útgefnum kaupsamningum í ágústmánuði. Færri íbúðir seljast yfir ásettu verði Þrátt fyrir að einnig hafi verulega dregið úr fjölda kaupsamninga annars staðar á landinu, þá er um að ræða næstumsvifamesta ágústmánuð í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, að sögn HMS. Ekki sé ólíklegt að metið verði slegið í ágústmánuði annars staðar á landsbyggðinni þegar allir kaupsamningar liggja fyrir. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka og þá einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þar seldust 34,4% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal í ágúst en í júní var hlutfallið 37,5%. Fyrir sérbýlin hefur hlutfallið lækkað úr 46,7% í 39,7% yfir sama tímabil. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur einnig farið lækkandi í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en hefur haldið áfram að hækka annars staðar á landsbyggðinni. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að hækka annars staðar á landsbyggðinni.Vísir/Vilhelm Færri leigusamningar Þinglýstum leigusamningum heldur áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Fram kemur í mánaðarskýrslu HMS að heldur hafi dregið úr fækkuninni miðað við mánuðina á undan. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra um 4,5% en í mánuðinum þar á undan var fækkun um rúm 11%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam fækkun samninga um 8% á ársgrundvelli í ágúst en fækkaði um 13,5% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Annars staðar á landsbyggðinni fækkaði þeim heldur meira eða um 22,5% en hafði áður fækkað um 28% á milli ára í júlí. Þessi fækkun leigusamninga helst í hendur við vísbendingar um minnkandi framboð af hentugu leiguhúsnæði í nýjustu leigumarkaðskönnun HMS. Færri telja að nægt framboð sé af íbúðahúsnæði Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu. Útlit er fyrir að spenna sé að minnka á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Útlit fyrir að húsnæðióöryggi sé að aukast Vísbendingar eru um að húsnæðisóöryggi sé að þokast ögn upp á við. Hlutfall þeirra sem eru mjög eða frekar ósammála fullyrðingunni um að þeir telji sig búa við húsnæðisöryggi hækkar úr 16,1% árið 2020 í 18,9% í ár. Meginástæður þess að leigjendur telja sig búa við húsnæðisóöryggi eru einkum þær að þeir hafa tímabundinn leigusamning, telja að leiguverð sé of hátt og að lítið framboð sé af íbúðarhúsnæði. Viljinn til að leigja húsnæði fremur en búa í eigin húsnæði eykst á milli ára en yfirgnæfandi meirihluti leigjenda segist samt sem áður kjósa að búa í eigin húsnæði. Í fyrra náði hlutfall þeirra sem kjósa að búa í leiguhúsnæði lágmarki, eða 8,8%, en það hækkar upp í 12,1% í ár. Það hefur ekki mælst svo hátt síðan 2018 þegar það mældist 14,3% en hæst mældist það árið 2015 eða 22,7%.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. 14. október 2021 09:51 Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. 6. október 2021 19:21 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. 14. október 2021 09:51
Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. 6. október 2021 19:21