Helena um Evrópuævintýri Hauka: „Höfum engu að tapa og ætlum að stríða þeim eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2021 19:00 Helena er spennt fyrir leik morgundagsins. Vísir/Bára Dröfn „Við erum ótrúlega spenntar og það verður skemmtilegt í Ólafssal á morgun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hefur leik í riðlakeppni Evrópubikar kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnafirði á morgun. „Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira