Ellefu hafa kært talningu í Norðvesturkjördæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2021 12:00 Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd Vísir/Vilhelm Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar. Nú þegar hefur komið fram að allir frambjóðendur sem duttu út eftir síðari talningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært. Þá hafa fimm almennir borgarar einnig sent kæru til Alþingis. Nú þegar hefur komið fram að Katrín Oddsdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson úr Stjórnarskrárfélaginu hafi kært og Þorvaldur Gylfason prófessor. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd, sem hefur það hlutverk að taka afstöðu til kæranna, býst við að óskað verði eftir gögnum frá lögreglunni á Vesturlandi á fundi nefndarinnar í dag. „Ég býst við að beiðni til lögreglu um upplýsingar verði send eftir fund nefndarinnar í dag,“segir Björn. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í Lagadeild Háskóla Íslands sagði á fundi undirbúningakjörbréfnefndar á mánudag að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þingið rannsaki sjálft kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu. Björn segir að ef tilefni sé til muni nefndin sjálf hefja slíka rannsókn. „Það er hluti spurninga til lögreglunnar. Ef það er eitthvað athugavert í gögnum frá þeim þá getur verið að við þurfum að skoða efnið sjálf t.d. úr eftirlitsmyndavélum við talningastað,“ segir Björn. Björn býst við að rannsókn nefndarinnar hefjist á föstudag en mikil vinna hafi farið í undirbúning. „Það er búið að vera að reyna að setja upp vinnu nefndarinnar þannig að hún stemmi við dóm mannréttindadómstólsins. Við þurfum að tékka í öll slík box,“ segir Björn. Björn býst við að starfsreglur nefndarinnar verði birtar á vef Alþingis í dag en þingforseti hafi þegar staðfest þær. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar. Nú þegar hefur komið fram að allir frambjóðendur sem duttu út eftir síðari talningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært. Þá hafa fimm almennir borgarar einnig sent kæru til Alþingis. Nú þegar hefur komið fram að Katrín Oddsdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson úr Stjórnarskrárfélaginu hafi kært og Þorvaldur Gylfason prófessor. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd, sem hefur það hlutverk að taka afstöðu til kæranna, býst við að óskað verði eftir gögnum frá lögreglunni á Vesturlandi á fundi nefndarinnar í dag. „Ég býst við að beiðni til lögreglu um upplýsingar verði send eftir fund nefndarinnar í dag,“segir Björn. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í Lagadeild Háskóla Íslands sagði á fundi undirbúningakjörbréfnefndar á mánudag að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þingið rannsaki sjálft kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu. Björn segir að ef tilefni sé til muni nefndin sjálf hefja slíka rannsókn. „Það er hluti spurninga til lögreglunnar. Ef það er eitthvað athugavert í gögnum frá þeim þá getur verið að við þurfum að skoða efnið sjálf t.d. úr eftirlitsmyndavélum við talningastað,“ segir Björn. Björn býst við að rannsókn nefndarinnar hefjist á föstudag en mikil vinna hafi farið í undirbúning. „Það er búið að vera að reyna að setja upp vinnu nefndarinnar þannig að hún stemmi við dóm mannréttindadómstólsins. Við þurfum að tékka í öll slík box,“ segir Björn. Björn býst við að starfsreglur nefndarinnar verði birtar á vef Alþingis í dag en þingforseti hafi þegar staðfest þær.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20