Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 19:00 Frá framkvæmdum á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“ Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira