Brennur fyrir því að öll börn útskrifist með bros á vör Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. október 2021 17:00 Vanda Sigurgeirsdóttir varð nýlega fyrsti kvenkyns formaður KSÍ. Samhliða því er hún lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og rekur fyrirtækið KVAN. Það sem færri vita er að Vanda er einnig sérstök áhugamanneskja um uppvakninga. Ísland í dag Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum. Vanda býr í fallegri íbúð í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum, yngsta syni og hundinum Móu. Vanda á þrjú börn en þau elstu fluttu að heiman í sumar. Að stíga inn í þetta hlutverk sem formaður KSÍ er nýtt fyrir Vöndu en hún er svo sannarlega ekki ný í boltanum. Hún spilaði lengi og er jafnframt eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta. Síðustu tuttugu ár hefur Vanda þó starfað á menntasviði Háskóla Íslands, nánar tiltekið í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem hún er lektor. Samhliða því rekur hún fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í námskeiðum, fræðslu og ráðgjöf. „Ég hef verið með mjög mikið af fyrirlestrum og námskeiðum og hjálpað til í alls konar erfiðum málum sem tengjast samskiptum og einelti.“ Ástríða Vöndu fyrir því að vinna gegn einelti kemur þó ekki út frá því að hún hafi sjálf verið lögð í einelti sem barn. Þrátt fyrir að heita Vanda Sigurgeirsdóttir sem hægt sé að stytta í „vanda sig“ hafi henni ekki verið strítt fyrir það. „Ég heyrði um einelti í fyrsta skipti þegar ég var tuttugu og eitthvað ára. Ég er ekki að segja að orðið hafi ekki verið til en ég hafði ekki heyrt það fyrr. “ „Þá áttaði ég mig á því að þótt ég hafi verið heppin þá voru það ekkert allir. Þannig að það eiginlega vakti bara áhuga minn. Þetta er svona einlægur áhugi fyrir að öll börn útskrifist með bros á vör.“ Vanda segist í raun hafa áttað sig á því að hún hafi alltaf horft á einelti gerast án þess að hafa gert nokkuð í því. Það geri flest börn, eflaust vegna þess að þau vilji ekki lenda á þessum stað sjálf. Því sé mikilvægt að fræða börn svo hægt sé að koma í veg fyrir að einelti fái að þrífast. Segir marga af sínum bestu eiginleikum koma úr boltanum Á upphafi þurfti Vanda að æfa fótbolta með strákum þar sem það voru ekki nógu margar stelpur sem spiluðu fótbolta á Sauðárkróki þar sem hún bjó. Hún elskar fótbolta en segir mikilvægt að yngri kynslóðirnar sem elski boltann jafn mikið og hún, stundi boltann í upplýstu, jákvæðu og öruggu umhverfi og að ímynd boltans sé jákvæð. „Ég bauð mig fram af því að ég er með brennandi áhuga. Ég er búin að vera í þessari hreyfingu bara nánast frá því að ég var pínulítil og hún hefur gefið mér mjög mikið. Ég segi oft að marga af mínum bestu eiginleikum hafi ég út fótboltanum og ég held að það eigi ekki bara við úr fótboltanum heldur bara íþróttir og tómstundir að þetta getur verið svo karakteruppbyggjandi fyrir börn,“ segir Vanda um ástæðu þess að hún hafi boðið sig fram til formanns. Hún segist hafa áhyggjur af því ef umræða síðustu mánaða heldur áfram og segist hún vilja bæta ímynd sambandsins. „Það er verið að tala um þetta út um allt og þetta eru mest lesnu fréttirnar. Þetta er svo samfélagslegt, það er svo ofsalega mikið af börnum þarna. Þannig að við fullorðna fólkið, ekki bara KSÍ, verðum aðeins að fara passa okkur gagnvart krökkunum. Ég hef alveg heyrt um litla krakka sem eru í fótbolta og líður rosalega illa yfir þessu öllu. Þannig að við ætlum að bæta okkur, við ætlum að koma þessum málum í lag og við verðum líka að fara horfa á björtu hliðarnar og horfa á öll börnin sem eru að hreyfa sig úti með fínu þjálfurunum sínum og passa pínu þessa umræðu.“ Ljóst er að Vanda er með marga bolta á lofti enda er hún orkumikil kona. Hún er í stórum vinahópum og elskar skemmtileg matarboð, útivist og augljóslega fótbolta. Það sem kemur eflaust flestum á óvart er áhugi Vöndu á sjónvarpsefni um uppvakninga en þættirnir Walking Dead eru í sérstöku uppáhaldi. „Þetta vita ekkert allir um mig. Ég segi alltaf við fólk að ef það kemur Zombie heimsendir, hringið í mig. Ég er með þetta algjörlega á hreinu hvað á að gera.“ Hér að neðan má sjá Ísland í dag þáttinn í heild sinni. KSÍ Fótbolti Ísland í dag Börn og uppeldi Íþróttir barna Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Vanda býr í fallegri íbúð í Laugardalnum ásamt eiginmanni sínum, yngsta syni og hundinum Móu. Vanda á þrjú börn en þau elstu fluttu að heiman í sumar. Að stíga inn í þetta hlutverk sem formaður KSÍ er nýtt fyrir Vöndu en hún er svo sannarlega ekki ný í boltanum. Hún spilaði lengi og er jafnframt eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta. Síðustu tuttugu ár hefur Vanda þó starfað á menntasviði Háskóla Íslands, nánar tiltekið í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem hún er lektor. Samhliða því rekur hún fyrirtækið KVAN sem sérhæfir sig í námskeiðum, fræðslu og ráðgjöf. „Ég hef verið með mjög mikið af fyrirlestrum og námskeiðum og hjálpað til í alls konar erfiðum málum sem tengjast samskiptum og einelti.“ Ástríða Vöndu fyrir því að vinna gegn einelti kemur þó ekki út frá því að hún hafi sjálf verið lögð í einelti sem barn. Þrátt fyrir að heita Vanda Sigurgeirsdóttir sem hægt sé að stytta í „vanda sig“ hafi henni ekki verið strítt fyrir það. „Ég heyrði um einelti í fyrsta skipti þegar ég var tuttugu og eitthvað ára. Ég er ekki að segja að orðið hafi ekki verið til en ég hafði ekki heyrt það fyrr. “ „Þá áttaði ég mig á því að þótt ég hafi verið heppin þá voru það ekkert allir. Þannig að það eiginlega vakti bara áhuga minn. Þetta er svona einlægur áhugi fyrir að öll börn útskrifist með bros á vör.“ Vanda segist í raun hafa áttað sig á því að hún hafi alltaf horft á einelti gerast án þess að hafa gert nokkuð í því. Það geri flest börn, eflaust vegna þess að þau vilji ekki lenda á þessum stað sjálf. Því sé mikilvægt að fræða börn svo hægt sé að koma í veg fyrir að einelti fái að þrífast. Segir marga af sínum bestu eiginleikum koma úr boltanum Á upphafi þurfti Vanda að æfa fótbolta með strákum þar sem það voru ekki nógu margar stelpur sem spiluðu fótbolta á Sauðárkróki þar sem hún bjó. Hún elskar fótbolta en segir mikilvægt að yngri kynslóðirnar sem elski boltann jafn mikið og hún, stundi boltann í upplýstu, jákvæðu og öruggu umhverfi og að ímynd boltans sé jákvæð. „Ég bauð mig fram af því að ég er með brennandi áhuga. Ég er búin að vera í þessari hreyfingu bara nánast frá því að ég var pínulítil og hún hefur gefið mér mjög mikið. Ég segi oft að marga af mínum bestu eiginleikum hafi ég út fótboltanum og ég held að það eigi ekki bara við úr fótboltanum heldur bara íþróttir og tómstundir að þetta getur verið svo karakteruppbyggjandi fyrir börn,“ segir Vanda um ástæðu þess að hún hafi boðið sig fram til formanns. Hún segist hafa áhyggjur af því ef umræða síðustu mánaða heldur áfram og segist hún vilja bæta ímynd sambandsins. „Það er verið að tala um þetta út um allt og þetta eru mest lesnu fréttirnar. Þetta er svo samfélagslegt, það er svo ofsalega mikið af börnum þarna. Þannig að við fullorðna fólkið, ekki bara KSÍ, verðum aðeins að fara passa okkur gagnvart krökkunum. Ég hef alveg heyrt um litla krakka sem eru í fótbolta og líður rosalega illa yfir þessu öllu. Þannig að við ætlum að bæta okkur, við ætlum að koma þessum málum í lag og við verðum líka að fara horfa á björtu hliðarnar og horfa á öll börnin sem eru að hreyfa sig úti með fínu þjálfurunum sínum og passa pínu þessa umræðu.“ Ljóst er að Vanda er með marga bolta á lofti enda er hún orkumikil kona. Hún er í stórum vinahópum og elskar skemmtileg matarboð, útivist og augljóslega fótbolta. Það sem kemur eflaust flestum á óvart er áhugi Vöndu á sjónvarpsefni um uppvakninga en þættirnir Walking Dead eru í sérstöku uppáhaldi. „Þetta vita ekkert allir um mig. Ég segi alltaf við fólk að ef það kemur Zombie heimsendir, hringið í mig. Ég er með þetta algjörlega á hreinu hvað á að gera.“ Hér að neðan má sjá Ísland í dag þáttinn í heild sinni.
KSÍ Fótbolti Ísland í dag Börn og uppeldi Íþróttir barna Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01 „Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. 11. október 2021 15:01
„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. 2. október 2021 21:10
Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53