Sadio Mané mjög ósáttur með að markvörður Chelsea sé ekki tilnefndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:00 Edouard Mendy er hér á undan Sadio Mane í boltann í leik Chelsea og Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Framherji Liverpool var mjög reiður fyrir hönd landa síns Édouard Mendy eftir að kom í ljós að markvörður Evrópumeistara Chelsea er ekki tilnefndur til Gullknattar Evrópu. Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti