Sport

Hættur eftir að hafa kallað Banda­ríkja­for­seta stressaða heimska tussu og for­seta NFL homma­titt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
John Gruden er hættur sem þjálfari Las Vegas Raiders.
John Gruden er hættur sem þjálfari Las Vegas Raiders. getty/Ethan Miller

Jon Gruden, hefur sagt af sér sem þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni, eftir að New York Times komst yfir og fjallaði um tölvupósta hans sem innihalda meðal annars rasísk og hómófóbísk ummæli.

Greint var frá afsögn Grudens í gær. Í tilkynningu frá Raiders sagðist Gruden elska félagið og vildi ekki vera byrði á því. Hann þakkaði leikmönnum, starfsliði og stuðningsmönnum Raiders fyrir samstarfið og sagðist ekki hafa ætlað að særa neinn.

Óhætt er að segja að það ætlunarverk hafi mistekist. Í tölvupóstunum sem New York Times komst yfir gerir Gruden lítið úr fjölmörgum aðilum með miður fallegum ummælum.

Hann kallaði meðal annars Roger Goddel, forseta NFL, hommatitt og glórulausa andfótbolta tussu. Joe Biden Bandaríkjaforseti fékk einkunnina stressuð heimsk tussa.

Þá sagði Gruden að það ætti að reka Eric Reid eftir að hann mótmælti meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður, gerði lítið úr aðgerðum til að sporna við höfuðáverkum í amerískum fótbolta og sagði varir DeMaurices Smith, formanns leikmannasamtakanna í NFL, væru á stærð við Michelin hjólbarða. Smith er dökkur á hörund.

Gruden þjálfaði Raiders fyrst á árunum 1998-2001 og tók svo við Tampa Bay Buccaneers. Hann gerði liðið að meisturum 2002. Gruden þjálfaði Buccaneers til 2008 og starfaði svo í sjónvarpi áður en hann tók aftur við Raiders fyrir þremur árum.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×