Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 15:00 Bryndís Schram bar vitni fyrir dómi í dag í aðalmeðferðinni. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira