Erlent

Sex­tán látin í flug­­slysinu í Rúss­landi

Þorgils Jónsson skrifar
Vél af gerðinni L-410 hrapaði til jarðar í Rússlandi í morgun með 22 innanborðs. Fyrst var talið að nítján hefðu farist en heilbrigðisráðuneyti Rússlands staðfesti fyrir skömmu að sextán séu látnir.
Vél af gerðinni L-410 hrapaði til jarðar í Rússlandi í morgun með 22 innanborðs. Fyrst var talið að nítján hefðu farist en heilbrigðisráðuneyti Rússlands staðfesti fyrir skömmu að sextán séu látnir.

Alls létust sextán manns þegar flugvél með fallhlífarstökkvara innanborðs hrapaði í Tatarstan í Rússlandi, ekki langt frá fljótinu Volgu, í morgun.

Í frétt á rússneska miðlinum Interfax er haft eftir Alexey Kuznetsov, aðstoðarráðherra í heilbrigðisráðuneyti Rússlands, að að 22 hafi verið um borð í vélinni, 20 fallhlífarstökkvarar og tveir flugmenn.

Sex lifðu slysið af og voru flutt á sjúkrahús í Naberezhnye Chelny og Kazan.

Flugvélin var af gerðinni L-410, en fréttir herma að flugumferðarstjórn hafi skyndilega misst samband við vélina og síðar hafi hún horfið af ratsjá.

Vél af sömu gerð hrapaði í Irkutsk í Rússlandi í síðasta mánuði, þar sem fernt lést.

Fréttin var uppfærð með fjölda látinna og upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×