Krafðist bóta eftir að hafa ekið á götusóp undir áhrifum áfengis og vímuefna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 20:00 Á myndinni má sjá götusópara að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar Tryggingarfélagið Sjóvá lagði ökumann í dómsmáli þar sem einstaklingur krafðist skaðabóta fyrir líkamstjón sem hann varð fyrir eftir að hafa ekið aftan á götusóp í Reykjavík. Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Slysið átti sér stað snemma morguns í aprílmánuði árið 2017. Jeppabifreið mannsins hafnaði aftan á götusópnum á miklum hraða og fékk bílstjóri jeppans þungt höfuðhögg og höfuðáverka. Nef hans brotnaði, hann fékk skurði og áverka á líkama auk margvíslegra heilsufarsvandamála sem rekja má til slyssins. Ökumaður götusópsins virðist hafa sloppið vel en í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið götusópnum á þriggja kílómetra hraða þegar ekið var aftan á hann. Hann hafi þá séð í baksýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra afturhornið á götusópnum. Ökumaður götusópsins sagði jeppann hafa verið „alveg í köku“ og að ökumaðurinn hafi verið alblóðugur í framan. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum bótum fyrir líkamstjón. Ökumaður jeppans undi niðurstöðu héraðsdóms en tryggingarfélagið áfrýjaði til Landsréttar. Fyrir Landsrétti var ágreiningsmálið því aðeins hvort Sjóvá bæri að greiða ökumanninum þriðjung af fullum skaðabótum fyrir líkamstjón ökumannsins. Landsréttur tekur undir sjónarmið Sjóvár og telur að slysið megi rekja til ástands ökumannsins en hann mældist með mikið magn áfengis, kókaíns og amfetamíns í blóði. Ekki hafi bent til annars en að slysið mætti rekja til en ölvunar- og vímuástands ökumanns jeppabifreiðarinnar. Hann var talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með háttseminni. Greiðsluskylda tryggingarfélagsins féll því niður og Sjóvá þurfti þar af leiðandi ekki að greiða manninum bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökutækisins. Upphaflega kom fram að ökumaður jeppabifreiðarinnar hafi krafist fullra skaðabóta fyrir líkamstjón. Hið rétta er að hann hafi farið fram á fullar bætur fyrir héraðsdómi en krafist viðurkenningar á þriðjungi skaðabóta fyrir Landsrétti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira