Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Snorri Másson skrifar 9. október 2021 12:08 Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent