Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2021 20:28 Landsrétturstaðfesti í dag dóm yfir konu fyrir brot gegn stjúpsyni hennar. Vísir/Vilhelm Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent