Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 63-70| Fyrsti sigur Hauka í Subway-deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2021 23:41 Haukar unnu góðan útisigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Haukar unnu útisigur á Keflavík í 2. umferð Subway-deildarinnar. Helena Sverrisdóttir sneri til baka úr meiðslum og kom Haukum aftur á sigurbraut. Leikurinn endaði 63-70 Sóknarleikur Keflavíkur byrjaði afar illa. Keflavík gerði aðeins tvær körfur á fyrstu sjö mínútum leiksins. Það var ekki sama hik á Haukum sóknarlega og voru gestirnir komnar tíu stigum yfir 3-13. Tíðar ferðir Hauka á vítalínuna vöktu athygli. Þegar fimm mínútur voru búnar af leiknum höfðu Haukar tekið tíu víti. Keflavík náði upp betri sóknarleik undir lok 1. leikhluta sem skilaði átta stigum í röð. Keflavík spilaði töluvert betri sóknarleik í öðrum leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé í stöðunni 30-33. Eftir leikhlé Harðar gerði Keflavík næstu þrettán stig leiksins. Helena Sverrisdóttir hefur verið að glíma við meiðsli og missti af síðasta leik Hauka. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, sagði fyrir leik að hún væri ekki með fullkomna heilsu og myndi reyna að dreifa álaginu á henni. Helena var stigahæst Hauka í fyrri hálfleik með 10 stig. 3. leikhluti einkenndist af góðum varnarleik. Bæði lið áttu á tímabili í erfiðleikum með að gera auðveldar körfur og þurftu bæði lið að hafa töluvert meira fyrir hverju stigi heldur en þær höfðu gert fyrr í leiknum. Á þessum kafla klikkaði Keflavík á fimm vítaskotum. Varnarleikur Hauka var frábær í seinni hálfleik. Keflavík átti fá svör við skipulagðir vörn Hauka og gerðu heimakonur aðeins 23 stig í seinni hálfleik. Í 4. leikhluta voru yfirburðir Hauka miklir og endaði leikurinn 63-70. Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka í seinni hálfleik var frábær. Keflavík gerði aðeins 23 stig í seinni hálfleik. Gestirnir frá Hafnarfirði áttu sigurinn skilið og unnu þær þrjá af fjórum leikhlutum. Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir sneri til baka úr meiðslum. Helena gerði 10 stig og tók 15 fráköst. Á tæplega 23 mínútum skoraði Lovísa Björt Henningsdóttir 20 stig og tók 6 fráköst. Hvað gekk illa? Keflavík var í miklum vandræðum með Hauka undir körfunni. Haukar tóku 54 fráköst á meðan Keflavík tók 32 fráköst. Þrátt fyrir að hafa unnið leikinn töpuðu Haukar 23 boltum sem var átta boltum meira en Keflavík tapaði. Keflavík fékk 25 vítaskot í leiknum og hitti aðeins úr 12 þeirra. Hvað gerist næst? Á miðvikudag mætast Fjölnir og Keflavík í Dalhúsum klukkan 18:15. Næsta sunnudag mætast Haukar og Skallagrímur í Ólafssal klukkan 18:00. Hörður Axel: Síðustu fimm mínúturnar fara með leikinn Hörður Axel var svekktur með síðustu sex mínútur leiksins Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með tap kvöldsins. „Ég er stoltur af frammistöðunni. Þetta fór frá okkur á síðustu sex mínútum leiksins. Við hefðum átt að láta okkur vaða meira á körfuna á þessum kafla. Haukar eru með hörkulið og spiluðu vel í kvöld.“ Sóknarleikur Keflavíkur datt niður í seinni hálfleik eftir góðan annan leikhluta þar sem Keflavík skoraði 27 stig. „Mér fannst þriðji leikhluti fínn. Við fórum illa með vítin. Ef við hefðum skorað úr vítunum hefði þriðji leikhluti verið allt annar.“ Daniela Wallen er ekki komin með leikheimild og var Hörður ekki viss hvort hún myndi spila næsta leik. „Ég ætla að vona að hún verði með okkur í næsta leik. Hinar stelpurnar hafa gott af því að þurfa sjálfar að axla ábyrgð og láta til sín taka. Við munum njóta góðs af því þegar líða tekur á veturinn,“ sagði Hörður Axel að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Haukar unnu útisigur á Keflavík í 2. umferð Subway-deildarinnar. Helena Sverrisdóttir sneri til baka úr meiðslum og kom Haukum aftur á sigurbraut. Leikurinn endaði 63-70 Sóknarleikur Keflavíkur byrjaði afar illa. Keflavík gerði aðeins tvær körfur á fyrstu sjö mínútum leiksins. Það var ekki sama hik á Haukum sóknarlega og voru gestirnir komnar tíu stigum yfir 3-13. Tíðar ferðir Hauka á vítalínuna vöktu athygli. Þegar fimm mínútur voru búnar af leiknum höfðu Haukar tekið tíu víti. Keflavík náði upp betri sóknarleik undir lok 1. leikhluta sem skilaði átta stigum í röð. Keflavík spilaði töluvert betri sóknarleik í öðrum leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé í stöðunni 30-33. Eftir leikhlé Harðar gerði Keflavík næstu þrettán stig leiksins. Helena Sverrisdóttir hefur verið að glíma við meiðsli og missti af síðasta leik Hauka. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, sagði fyrir leik að hún væri ekki með fullkomna heilsu og myndi reyna að dreifa álaginu á henni. Helena var stigahæst Hauka í fyrri hálfleik með 10 stig. 3. leikhluti einkenndist af góðum varnarleik. Bæði lið áttu á tímabili í erfiðleikum með að gera auðveldar körfur og þurftu bæði lið að hafa töluvert meira fyrir hverju stigi heldur en þær höfðu gert fyrr í leiknum. Á þessum kafla klikkaði Keflavík á fimm vítaskotum. Varnarleikur Hauka var frábær í seinni hálfleik. Keflavík átti fá svör við skipulagðir vörn Hauka og gerðu heimakonur aðeins 23 stig í seinni hálfleik. Í 4. leikhluta voru yfirburðir Hauka miklir og endaði leikurinn 63-70. Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur Hauka í seinni hálfleik var frábær. Keflavík gerði aðeins 23 stig í seinni hálfleik. Gestirnir frá Hafnarfirði áttu sigurinn skilið og unnu þær þrjá af fjórum leikhlutum. Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir sneri til baka úr meiðslum. Helena gerði 10 stig og tók 15 fráköst. Á tæplega 23 mínútum skoraði Lovísa Björt Henningsdóttir 20 stig og tók 6 fráköst. Hvað gekk illa? Keflavík var í miklum vandræðum með Hauka undir körfunni. Haukar tóku 54 fráköst á meðan Keflavík tók 32 fráköst. Þrátt fyrir að hafa unnið leikinn töpuðu Haukar 23 boltum sem var átta boltum meira en Keflavík tapaði. Keflavík fékk 25 vítaskot í leiknum og hitti aðeins úr 12 þeirra. Hvað gerist næst? Á miðvikudag mætast Fjölnir og Keflavík í Dalhúsum klukkan 18:15. Næsta sunnudag mætast Haukar og Skallagrímur í Ólafssal klukkan 18:00. Hörður Axel: Síðustu fimm mínúturnar fara með leikinn Hörður Axel var svekktur með síðustu sex mínútur leiksins Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur með tap kvöldsins. „Ég er stoltur af frammistöðunni. Þetta fór frá okkur á síðustu sex mínútum leiksins. Við hefðum átt að láta okkur vaða meira á körfuna á þessum kafla. Haukar eru með hörkulið og spiluðu vel í kvöld.“ Sóknarleikur Keflavíkur datt niður í seinni hálfleik eftir góðan annan leikhluta þar sem Keflavík skoraði 27 stig. „Mér fannst þriðji leikhluti fínn. Við fórum illa með vítin. Ef við hefðum skorað úr vítunum hefði þriðji leikhluti verið allt annar.“ Daniela Wallen er ekki komin með leikheimild og var Hörður ekki viss hvort hún myndi spila næsta leik. „Ég ætla að vona að hún verði með okkur í næsta leik. Hinar stelpurnar hafa gott af því að þurfa sjálfar að axla ábyrgð og láta til sín taka. Við munum njóta góðs af því þegar líða tekur á veturinn,“ sagði Hörður Axel að lokum.