35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 21:31 Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, fór yfir afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í dag. Sigurður fór yfir helstu áhættur og ógnir í fjármálum sveitarfélaga á næstu árum, en að hans mati er hratt vaxandi launakostnaður „sannarlega ein helsta ógnin í fjármálum sveitarfélaga“. Í máli Sigurðar kom meðal annars fram að svörtustu spár um áhrif af Covid-faraldrinum hafi ekki raungerst. Atvinnuleysi hafi orðið minna en óttast var og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi mildað áhrifin. Engu að síður séu mál að þróast í ranga átt, að hans mati, þar sem launakostnaður „éti upp“ úrsvarstekjur „og ef breytingu lífeyrisskuldbindinga er bætt við, skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld“. Þá hafi skuldir og skuldbindingar, að frádregnum veltufjármunum, aukist um 20 prósentustig af tekjum frá 2018 til fjárhagsáætlunar 2021 hafa. „Það er nokkuð hraustlegt.“ 35 sveitarfélög rekin með halla -Sumpart verri staða en 2009 Sigurður sagði einnig að mörg íslensk sveitarfélög hafi staðið frammi fyrir verulegum vanda á síðasta ári, því samkvæmt ársreikningum hafi 35 sveitarfélög verið rekin með halla og þar af voru sjö með rekstrarhalla umfram tíu prósent. Fimmtán sveitarfélög voru með neikvætt veltufé frá rekstri, sem þýðir að leggja þurfti veltufé til rekstrar þeirra. Sigurður bar stöðuna saman við árið 2009, strax eftir hrun, og sagði að í því ljósi sé rekstrarstaðan um margt verri nú en þá. Neikvætt veltufé úr rekstri hafi verið hjá 24% sveitarfélaga 2020 samanborið við 17% árið 2019. Þá hafi rekstrarhalli verið hjá 56% sveitarfélaga 2020 en hjá 52% árið 2009. Ekki búið enn Samkvæmt fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 eru sveitarfélög ekki komin fyrir vind. Spáð er hallarekstri næstu 2 árin og lítillegum afgangi árið 2024. Veltufé frá rekstri verður á sama tíma undir því viðmiði sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga setur, til að sveitarfélög geti rekið sig á 150% skuldahlutfalli. „Staðreyndin er því miður sú að 2021 verður ekki skárra en 2020 er varðar fjármál sveitarfélaga“ sagði Sigurður. Launakostnaður hækkað hlutfallslega meira hjá sveitarfélögum en öðrum Eins og áður sagði, telur Sigurður að þróun launakostnaðar sé ein helsta áskorunin sem sveitarfélögin standi frammi fyrir, enda hafi launakostnaður hækkað hlutfallslega langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Þá hafi stytting vinnuvikunnar einnig orðið sveitarfélögum dýr, meðal annars vegna vaktavinnufólks. Þegar litið er til talna sem liggja fyrir hjá fjórum af fimm fjölmennustu sveitarfélögum landsins, hækkuðu launaútgjöld um 16,3 á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Framhaldið er einnig óljóst þar sem nokkrir kjarasamningar verða lausir um áramót. Sigurður telur engu að síður að nokkur jákvæð teikn séu á lofti, enda geri þjóðhagsspár ráð fyrir um 4% hagvexti í ár og á því næsta. „Aukinn hagvöxtur styrkir tekjustofna sveitarfélaga og eykur alla jafnan veltufé frá rekstri. Þetta eykur bjartsýni um að sveitarfélögin rétti úr kútnum.“ Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Þetta kom fram í erindi Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í dag. Sigurður fór yfir helstu áhættur og ógnir í fjármálum sveitarfélaga á næstu árum, en að hans mati er hratt vaxandi launakostnaður „sannarlega ein helsta ógnin í fjármálum sveitarfélaga“. Í máli Sigurðar kom meðal annars fram að svörtustu spár um áhrif af Covid-faraldrinum hafi ekki raungerst. Atvinnuleysi hafi orðið minna en óttast var og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi mildað áhrifin. Engu að síður séu mál að þróast í ranga átt, að hans mati, þar sem launakostnaður „éti upp“ úrsvarstekjur „og ef breytingu lífeyrisskuldbindinga er bætt við, skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld“. Þá hafi skuldir og skuldbindingar, að frádregnum veltufjármunum, aukist um 20 prósentustig af tekjum frá 2018 til fjárhagsáætlunar 2021 hafa. „Það er nokkuð hraustlegt.“ 35 sveitarfélög rekin með halla -Sumpart verri staða en 2009 Sigurður sagði einnig að mörg íslensk sveitarfélög hafi staðið frammi fyrir verulegum vanda á síðasta ári, því samkvæmt ársreikningum hafi 35 sveitarfélög verið rekin með halla og þar af voru sjö með rekstrarhalla umfram tíu prósent. Fimmtán sveitarfélög voru með neikvætt veltufé frá rekstri, sem þýðir að leggja þurfti veltufé til rekstrar þeirra. Sigurður bar stöðuna saman við árið 2009, strax eftir hrun, og sagði að í því ljósi sé rekstrarstaðan um margt verri nú en þá. Neikvætt veltufé úr rekstri hafi verið hjá 24% sveitarfélaga 2020 samanborið við 17% árið 2019. Þá hafi rekstrarhalli verið hjá 56% sveitarfélaga 2020 en hjá 52% árið 2009. Ekki búið enn Samkvæmt fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 eru sveitarfélög ekki komin fyrir vind. Spáð er hallarekstri næstu 2 árin og lítillegum afgangi árið 2024. Veltufé frá rekstri verður á sama tíma undir því viðmiði sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga setur, til að sveitarfélög geti rekið sig á 150% skuldahlutfalli. „Staðreyndin er því miður sú að 2021 verður ekki skárra en 2020 er varðar fjármál sveitarfélaga“ sagði Sigurður. Launakostnaður hækkað hlutfallslega meira hjá sveitarfélögum en öðrum Eins og áður sagði, telur Sigurður að þróun launakostnaðar sé ein helsta áskorunin sem sveitarfélögin standi frammi fyrir, enda hafi launakostnaður hækkað hlutfallslega langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Þá hafi stytting vinnuvikunnar einnig orðið sveitarfélögum dýr, meðal annars vegna vaktavinnufólks. Þegar litið er til talna sem liggja fyrir hjá fjórum af fimm fjölmennustu sveitarfélögum landsins, hækkuðu launaútgjöld um 16,3 á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Framhaldið er einnig óljóst þar sem nokkrir kjarasamningar verða lausir um áramót. Sigurður telur engu að síður að nokkur jákvæð teikn séu á lofti, enda geri þjóðhagsspár ráð fyrir um 4% hagvexti í ár og á því næsta. „Aukinn hagvöxtur styrkir tekjustofna sveitarfélaga og eykur alla jafnan veltufé frá rekstri. Þetta eykur bjartsýni um að sveitarfélögin rétti úr kútnum.“
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira