Menning

Abdul­razak Gurnah hlýtur bók­mennta­verð­laun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Abdulrazak Gurnah.
Abdulrazak Gurnah. Getty

Tansaníski skáldsagnahöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut í dag bókmenntaverðlaun Nóbels.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Sænsku akademíunnar í Stokkhólmi í dag.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að Gurnah hljóti verðlaunin fyrir einarðar og samúðarfullar frásagnir hans af áhrifum nýlendustefnu og örlögum flóttamanna í hyldýpinu milli menningarheima og heimsálfa.

Hinn 72 ára Gurnah fæddist á Zanzibar, en hefur verið búsettur á Bretlandseyjum síðustu áratugi.

Skáldsögur Gurnah:

  • Memory of Departure (1987)
  • Pilgrims Way (1988)
  • Dottie (1990)
  • Paradise (1994)
  • Admiring Silence (1996)
  • By the Sea (2001)
  • Desertion (2005)
  • The Last Gift (2011)
  • Gravel Heart (2017)
  • Afterlives (2020)

Bandaríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Louise Glück hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á síðasta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.