Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2021 13:30 Þeir hafa verið heldur tómlegir síðustu dagana, skólarnir á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 1.340 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra vegna 106 greindra tilfella Covid-19, langflestir á Akureyri. Segir aðgerðirnar hafa skipt máli Komið hefur fram að meginhluti þeirra sem greinst hafa með Covid-19 á Akureyri undanfarna daga séu börn á grunnskólaaldri. Þetta hefur sett sinn svip á skólastarfið í bænum að undanförnu, mismikið eftir skólum þó. „Þetta er búið að vera áskorun og það er búið að mæða mikið á starfsfólki skólans og okkur stjórnendum að skipuleggja þetta. Ég hef fellt niður að meðaltali tvær kennslustundir á dag frá því á mánudaginn. Ég held úti kennslu til tólf og svo felli ég niður vegna þess að ég hef ekki starfsfólkið,“ segir Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri Naustaskóla. Þar fóru 158 nemendur og töluverður fjöldi starfsfólks, 23, í sóttkví vegna þriggja nemenda sem greindust með Covid-19. Úr íþróttahúsi Naustaskóla.Mynd/Naustaskóli Bryndís segir ljóst að sóttkvíin sé að hafa tilætluð áhrif. Tíu nemendur skólans hafi greinst með Covid-19, eftir að hafa verið settir í sóttkví. „Sem segir okkur að þessar aðgerðir skipta máli,“ segir Bryndís en þar eru nemendur í fjórða til sjöundi bekk í sóttkví. Hún reiknar hins vegar með að flestir snúi til baka í vikunni. „Þau voru öll í sóttkví fram á fimmtudag og þau eru að fara í sýnatöku á morgun. Ég vænti þess að hafa bara fullmannað hús á föstudaginn,“ segir Bryndís. Skilaboðin voru skýr Svipað er uppi á teningnum í Brekkuskóla þar sem um 130 börn eru í sóttkví og nokkrir starfsmenn. Þar segir skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir aðeins þurft að hafa fellt niður nokkra tíma í vikunni. Nokkur umræða hefur skapast um þann mikla fjölda einstaklinga sem sendur var í sóttkví á Akureyri. Jóhanna segist hafa fengið skýr skilaboð frá smitrakningarteminu um hvað ætti að gera til að stemma í stigu við frekari smit. „Við fengum bara mjög skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu eftir þessari reglu að ef þú ert í fimmtán mínútur eða meira í nánum samskiptum við viðkomandi barn þá er það sóttkví annars sleppa menn í smitgát,“ segir Jóhanna María. Covid-19 blossaði upp á Akureyri í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Páll Þetta skýri meðal annars þennan mikla fjölda sem sendur hefur verið í sóttkví. „Einn smitaður í árgangi, ef að hann hefur verið að fara á milli þá er hann kannski að taka út með sér fjöruíu, fimmtíu, jafn vel sextíu börn,“ segir Jóhanna María. Hún reiknar með að skólastarfið komist í samt horf í næstu viku, meirihluti þeirra sem er í sóttkví fari í skimum á morgun og föstudag. Þeir sem fá neikvætt svar losna úr sóttkví. „Við treystum því að næsta vika verði nokkuð eðlileg, við vonum það og að þá séum við búin að komast fyrir þetta hérna á Akureyri.“ Breyta í spaða og aðlagast Starfsfólk, nemendur og foreldrar í Lundarskóla hafa einnig glímt við afleiðingar hópsýkingarinnar á Akureyri. Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri segist hafa fengið sömu skilaboð og kollegi hans í Brekkuskóla frá smitrakningarteyminu. „Vegna þess að þetta var að blossa upp í skólunum og það er svo erfitt að halda utan um þetta, þau eru að hittast svo víða. Bara hingað og þangað. Alls konar íþróttaæfingum, félagsstarfi, á milli skóla og svo líka innan skóla,“ segir Elías. Því var ekki annað hægt en að fylgja ráðleggingum smitrakningateymisins. „Þetta er fljótt að breiðast út ef einhver mætir í skólann smitaður. Þau ákváðu að við myndum frekar taka þessu viku og senda allan árganginn ef það kæmi smit og við höfum bara fylgt ráðleggingum smitrakningarteymisins,“ segir hann. Vísir/Vilhelm Lundarskóli er því hálf tómlegur þessa dagana þar sem megnið af fyrsta til þriðja bekk og allur sjöundi og níundi bekkur er í sóttkví, og mögulega er sjötti bekkur einnig á leið í sóttkví. „Í gær voru þeir 166 sem við vorum búin að senda í sóttkví. Svo er möguleiki að það fari einn árgangur frá og með gærdeginum, við erum að bíða eftir staðfestingu á því,“ segir Elías. Við þetta bætast fimmtán starfsmenn skólans, sem óneitanlega hefur sett sinn svip á skólastarfið. Skólinn er hálftómur að sögn Elíasar. „Við þurfum bara að breyta í spaða og aðlaga okkur. Við bara gerum það,“ segir Elías Reiknar hann með að skólastarfið verði komið í svipað horf og áður í næstu viku. „Þeir sem fóru í sóttkví í síðustu viku, þeir fara í próf núna á fimmtudaginn og föstudaginn og fara inn í skólann í næstu viku ef ekkert stórt gerist. Vonandi sjáum við nú bara fyrir endann á þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Takmarkanir óbreyttar til 20. október Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð. 5. október 2021 14:07 Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. 5. október 2021 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
1.340 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra vegna 106 greindra tilfella Covid-19, langflestir á Akureyri. Segir aðgerðirnar hafa skipt máli Komið hefur fram að meginhluti þeirra sem greinst hafa með Covid-19 á Akureyri undanfarna daga séu börn á grunnskólaaldri. Þetta hefur sett sinn svip á skólastarfið í bænum að undanförnu, mismikið eftir skólum þó. „Þetta er búið að vera áskorun og það er búið að mæða mikið á starfsfólki skólans og okkur stjórnendum að skipuleggja þetta. Ég hef fellt niður að meðaltali tvær kennslustundir á dag frá því á mánudaginn. Ég held úti kennslu til tólf og svo felli ég niður vegna þess að ég hef ekki starfsfólkið,“ segir Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri Naustaskóla. Þar fóru 158 nemendur og töluverður fjöldi starfsfólks, 23, í sóttkví vegna þriggja nemenda sem greindust með Covid-19. Úr íþróttahúsi Naustaskóla.Mynd/Naustaskóli Bryndís segir ljóst að sóttkvíin sé að hafa tilætluð áhrif. Tíu nemendur skólans hafi greinst með Covid-19, eftir að hafa verið settir í sóttkví. „Sem segir okkur að þessar aðgerðir skipta máli,“ segir Bryndís en þar eru nemendur í fjórða til sjöundi bekk í sóttkví. Hún reiknar hins vegar með að flestir snúi til baka í vikunni. „Þau voru öll í sóttkví fram á fimmtudag og þau eru að fara í sýnatöku á morgun. Ég vænti þess að hafa bara fullmannað hús á föstudaginn,“ segir Bryndís. Skilaboðin voru skýr Svipað er uppi á teningnum í Brekkuskóla þar sem um 130 börn eru í sóttkví og nokkrir starfsmenn. Þar segir skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir aðeins þurft að hafa fellt niður nokkra tíma í vikunni. Nokkur umræða hefur skapast um þann mikla fjölda einstaklinga sem sendur var í sóttkví á Akureyri. Jóhanna segist hafa fengið skýr skilaboð frá smitrakningarteminu um hvað ætti að gera til að stemma í stigu við frekari smit. „Við fengum bara mjög skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu eftir þessari reglu að ef þú ert í fimmtán mínútur eða meira í nánum samskiptum við viðkomandi barn þá er það sóttkví annars sleppa menn í smitgát,“ segir Jóhanna María. Covid-19 blossaði upp á Akureyri í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Páll Þetta skýri meðal annars þennan mikla fjölda sem sendur hefur verið í sóttkví. „Einn smitaður í árgangi, ef að hann hefur verið að fara á milli þá er hann kannski að taka út með sér fjöruíu, fimmtíu, jafn vel sextíu börn,“ segir Jóhanna María. Hún reiknar með að skólastarfið komist í samt horf í næstu viku, meirihluti þeirra sem er í sóttkví fari í skimum á morgun og föstudag. Þeir sem fá neikvætt svar losna úr sóttkví. „Við treystum því að næsta vika verði nokkuð eðlileg, við vonum það og að þá séum við búin að komast fyrir þetta hérna á Akureyri.“ Breyta í spaða og aðlagast Starfsfólk, nemendur og foreldrar í Lundarskóla hafa einnig glímt við afleiðingar hópsýkingarinnar á Akureyri. Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri segist hafa fengið sömu skilaboð og kollegi hans í Brekkuskóla frá smitrakningarteyminu. „Vegna þess að þetta var að blossa upp í skólunum og það er svo erfitt að halda utan um þetta, þau eru að hittast svo víða. Bara hingað og þangað. Alls konar íþróttaæfingum, félagsstarfi, á milli skóla og svo líka innan skóla,“ segir Elías. Því var ekki annað hægt en að fylgja ráðleggingum smitrakningateymisins. „Þetta er fljótt að breiðast út ef einhver mætir í skólann smitaður. Þau ákváðu að við myndum frekar taka þessu viku og senda allan árganginn ef það kæmi smit og við höfum bara fylgt ráðleggingum smitrakningarteymisins,“ segir hann. Vísir/Vilhelm Lundarskóli er því hálf tómlegur þessa dagana þar sem megnið af fyrsta til þriðja bekk og allur sjöundi og níundi bekkur er í sóttkví, og mögulega er sjötti bekkur einnig á leið í sóttkví. „Í gær voru þeir 166 sem við vorum búin að senda í sóttkví. Svo er möguleiki að það fari einn árgangur frá og með gærdeginum, við erum að bíða eftir staðfestingu á því,“ segir Elías. Við þetta bætast fimmtán starfsmenn skólans, sem óneitanlega hefur sett sinn svip á skólastarfið. Skólinn er hálftómur að sögn Elíasar. „Við þurfum bara að breyta í spaða og aðlaga okkur. Við bara gerum það,“ segir Elías Reiknar hann með að skólastarfið verði komið í svipað horf og áður í næstu viku. „Þeir sem fóru í sóttkví í síðustu viku, þeir fara í próf núna á fimmtudaginn og föstudaginn og fara inn í skólann í næstu viku ef ekkert stórt gerist. Vonandi sjáum við nú bara fyrir endann á þessu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Takmarkanir óbreyttar til 20. október Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð. 5. október 2021 14:07 Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. 5. október 2021 11:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Takmarkanir óbreyttar til 20. október Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð. 5. október 2021 14:07
Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. 5. október 2021 11:15