Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 12:00 Bjarnheiður Hallsdóttir fagnar því að Ísland sé loks komið af rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi. „Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
„Þetta hafa verið um fimmtíu prósent af þeim ferðamönnum sem koma til landsins núna á þessu ári. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur hópur og því er þetta mjög jákvætt að þetta skuli hafa gerst núna,“ segir Bjarnheiður. Ísland var sett í fjórða og efsta áhættuflokk stofnunarinnar í ágúst, sem þýddi að Bandaríkjamönnum var ráðlagt frá því að ferðast til landsins. Ísland er nú í þriðja flokki, sem er appelsínugulur, sem þýðir að Bandaríkjamenn eru beðnir um að hugsa sig um áður en þeir ferðast hingað og ekki gera það nema þeir séu fullbólusettir, því hætta sé á að þeir smitist af kórónuveirunni.„Þeir sem best þekkja til reikna með að þetta hafi kostað okkur 20 til 30 prósent af nýjum bókunum. Og þetta hafði sömuleiðis slæm áhrif a hópferðir þannig að það dró verulega úr komum hópa á ákveðnum tíma út af þessu. En vissulega voru margir sem létu þetta sem vind um eyru þjóta og komu samt.“ Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að Ísland sé enn í áhættuflokki, þá sé þarna verið að ryðja annarri hindrun úr vegi, sem sé mjög jákvætt. „Við reiknum með að þetta hafi töluverð áhrif þannig að það verði töluvert meiri eftirspurn frá Bandaríkjunum en við vorum að horfa fram á þannig að við gerum okkur vonir um að Bandaríkjamenn verði enn þá öflugri núna á næstu mánuðum. Og veitir ekki af, því að við erum ekki búin að ná fullum styrk enn þá og töluvert í það virðist vera.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira