Ný útgáfa Windows nú aðgengileg notendum að endurgjaldslausu Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 14:19 Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á útliti Windows. Microsoft Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gaf í gær út nýjustu útgáfuna af Windows-stýrikerfi sínu sem ber heitið Windows 11. Um er að ræða nokkuð umfangsmikla uppfærslu sem verður aðgengileg flestum notendum Windows 10 að endurgjaldslausu. Að sögn Panos Panay, framkvæmdastjóra Windows-vöruþróunar, er Windows 11 ætlað að vera ferskari og einfaldari útgáfa af stýrikerfinu. Áréttar hann að lítið sé um stórvægilegar stefnubreytingar í nýju útgáfunni og hún eigi að henta nýjum jafnt sem þaulvönum notendum. Væntir Microsoft þess að búið verði að bjóða öllum fullnægjandi Windows 10-tækjum upp á uppfærsluna fyrir mitt næsta ár. Microsoft Teams er nú með dýpri tengingar í stýrikerfið en áður.Microsoft Breytingar á notendaviðmóti stýrikerfisins hafa vakið hvað mesta athygli að þessu sinni, líkt og oft áður. Þar er stærst sú tilbreyting að upphafsverkreinin (e. Start taskbar) hefur verið færð á miðjan skjá en hana hefur jafnan verið að finna á vinstri hlið skjásins allt frá upphafsdögum Windows. Enn er þó hægt að breyta staðsetningunni í stillingum og því auðvelt fyrir vanafasta notendur að færa hana á kunnuglegri stað. Einnig hafa ýmsar minni breytingar verið gerðar á útliti stýrikerfisins: Horn glugga eru orðin ávöl, valmyndir einfaldari og hin ýmsu tákn og merki fengið andlitslyftingu. Einnig hefur Windows Store verið tekið í gegn, smáforrit (e. widgets) eiga endurkomu og boðið er um á aukna samþættingu við samskiptaforrið Microsoft Teams, svo fátt eitt sé nefnt. Widgets snúa aftur í Windows 11 og gerir notendum kleift að fylgjast með veðri og hlutabréfum með auðveldum hætti.Microsoft Panay segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Microsoft hafi lært af fyrri mistökum þar sem stórvægilegar og oft ófrávíkjanlegar breytingar á Windows leiddu til mikillar óánægju notenda um allan heim. Þar er sú ákvörðun að fjarlægja hina víðfrægu upphafsverkrein í Windows 8 framarlega í flokki. Bætir Panay við að fylgst hafi verið vel með því hvernig fólk noti tölvur sínar í þróunarferlinu, hvað það smelli á og að hverju augun beinist að. Var tekið mið af þeim gögnum við hönnun Windows 11 sem framkvæmdastjórinn vonar að fái góðar viðtökur hjá þeim stóra hópi jarðarbúa sem þarf að eiga við stýrikerfið á hverjum degi í leik og starfi. Tækni Microsoft Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Að sögn Panos Panay, framkvæmdastjóra Windows-vöruþróunar, er Windows 11 ætlað að vera ferskari og einfaldari útgáfa af stýrikerfinu. Áréttar hann að lítið sé um stórvægilegar stefnubreytingar í nýju útgáfunni og hún eigi að henta nýjum jafnt sem þaulvönum notendum. Væntir Microsoft þess að búið verði að bjóða öllum fullnægjandi Windows 10-tækjum upp á uppfærsluna fyrir mitt næsta ár. Microsoft Teams er nú með dýpri tengingar í stýrikerfið en áður.Microsoft Breytingar á notendaviðmóti stýrikerfisins hafa vakið hvað mesta athygli að þessu sinni, líkt og oft áður. Þar er stærst sú tilbreyting að upphafsverkreinin (e. Start taskbar) hefur verið færð á miðjan skjá en hana hefur jafnan verið að finna á vinstri hlið skjásins allt frá upphafsdögum Windows. Enn er þó hægt að breyta staðsetningunni í stillingum og því auðvelt fyrir vanafasta notendur að færa hana á kunnuglegri stað. Einnig hafa ýmsar minni breytingar verið gerðar á útliti stýrikerfisins: Horn glugga eru orðin ávöl, valmyndir einfaldari og hin ýmsu tákn og merki fengið andlitslyftingu. Einnig hefur Windows Store verið tekið í gegn, smáforrit (e. widgets) eiga endurkomu og boðið er um á aukna samþættingu við samskiptaforrið Microsoft Teams, svo fátt eitt sé nefnt. Widgets snúa aftur í Windows 11 og gerir notendum kleift að fylgjast með veðri og hlutabréfum með auðveldum hætti.Microsoft Panay segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Microsoft hafi lært af fyrri mistökum þar sem stórvægilegar og oft ófrávíkjanlegar breytingar á Windows leiddu til mikillar óánægju notenda um allan heim. Þar er sú ákvörðun að fjarlægja hina víðfrægu upphafsverkrein í Windows 8 framarlega í flokki. Bætir Panay við að fylgst hafi verið vel með því hvernig fólk noti tölvur sínar í þróunarferlinu, hvað það smelli á og að hverju augun beinist að. Var tekið mið af þeim gögnum við hönnun Windows 11 sem framkvæmdastjórinn vonar að fái góðar viðtökur hjá þeim stóra hópi jarðarbúa sem þarf að eiga við stýrikerfið á hverjum degi í leik og starfi.
Tækni Microsoft Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira