Alltaf til staðar Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir skrifa 5. október 2021 14:00 Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Anna María Gunnarsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun