Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 10:54 Ernest Johnson verður líklegast tekinn af lífi með sprautu í dag. Getty og AP Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn. Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58). Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58).
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira